Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru grasrótarsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur regluleg bjórkvöld og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

22.10.2014 22:07

WordPress bjórkvöld næsta fimmtudag

WordPress samfélagið á Íslandi hefur verið að eflast og er kominn tími til að hittast og deila reynslusögum. Við fáum nokkrar kynningar en fáum síðan tækifæri til að ræða WordPress við aðra notendur.

Við hittumst fimmtudaginn 23. október frá kl. 17 til 19 á SKY Bar & Lounge, Ingólfsstræti 1.

Nútíminn–að starta nýjum fjölmiðli með WordPress
Atli Fannar blaðamaður og stofnandi nutiminn.is segir frá því hvernig var að opna nýjan fjölmiðil á netinu

I heart Reykjavik - Vefur, Blogg eða ferðaskrifstofa?
Auður Ösp segir okkur frá iheartreykjavik.net, helstu áskorunum við að reka vefinn og hvernig hefur tekist að ná athygli ört stækkandi hóps ferðamanna.

Bluehtemes
Arnar og Ívar frá Bluthemes.com verða aðgengilegir í spjall fyrir þá sem vilja kynna sér hvernig gengur að selja Themes fyrir WordPress úti í hinum stóra heimi.

Boðið verður upp á bjór meðan birgðir endast!

Nánar...

24.09.2014 19:28

Morgunverðarfundur næsta fimmtudag um opin gögn

Á fyrsta viðburði haustsins ætlum við að taka stöðuna á opnum gögnum.

Við bryddum upp á því að hittast að morgni til fimmtudaginn 25. september, frá 8:30 til 10:00 í salnum Mengi, Óðinsgötu 2:

Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins hjá Innanríkisráðuneytinu ætlar að ræða um opin gögn hjá ríkinu, stöðu og framtíðarsýn.

Í grasrótinni er nóg að gera en Kristján Ingi Mikaelsson ætlar að segja okkur frá apis.is. Hvernig það verkefni varð til, hvað er þar í boði og hvað mætti bæta.

Að lokum fer Hugi Hlynsson yfir hvaderibio.is, verkefni sem nýtir apis.is og hvaða áhrif opin gögn hafa.

Boðið verður upp á léttan morgunverð, kaffi, te og djús.

Láttu sjá þig á fimmtudaginn og endilega meldaðu þig á Facebook.

Nánar...

19.03.2014 13:41

Aðalfundur SVEF og bjórkvöld

Aðalfundur SVEF verður haldinn fimmtudaginn 20.mars kl 17.30 á CenterHotel Plaza, Aðalstræti 4, 101 Reykjavík.

Strax í framhaldi á stuttum aðalfundi verður hefðbundið SVEF bjórkvöld þar sem Form5 mun m.a. kynna verkefni sitt: nikitaclothing.com sem vann nýlega til verðlauna sem "Besti íslenski vefurinn" á Íslensku vefverðlaununum. Þeir munu veita okkur innsýn inn í aðferðarfræði sem þeir telja að hafi hjálpað við að ná árangri.

Á aðalfundi SVEF verður skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár kynnt og í framhaldinu verður kosið í nýja stjórn.

Þeir sem eru áhugasamir um að bjóða sig fram til stjórnarsetu eru hvattir til að mæta á staðinn og gefa kost á sér.

Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb