Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru grasrótarsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur regluleg bjórkvöld og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir innsendingar til Íslensku vefverðlaunanna 2014

Íslensku vefverðlaunin eru orðin að árlegum viðburði í íslensku viðskiptalífi en verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2000.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna framúrskarandi verkefni og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Í ár verða veitt verðlaun í 15 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að. Í ár hefur bæst í flóruna einn glænýr flokkur: Besta þjónustusvæðið, sem tekur til aðgangsstýrða þjónustusvæða sem einnig eru oft nefnd Mínar síður.

Opið verður fyrir innsendingar til miðnættis 30. desember 2014. SVEF hvetur fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga til að senda inn sína vefi eða verkefni en innsendingar eru öllum opnar.

Dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna er á hverju ári skipuð 7-8 einstaklingum með sérþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum. Félagar SVEF tilnefna í dómnefnd en dómnefnd er endanlega skipuð af stjórn SVEF. Mikil áhersla er lögð á að setja saman breiðan hóp einstaklinga með ólíka sérfræðiþekkingu og bakgrunn. Varamenn eru einnig skipaðir.

Hlutverk dómnefndar er að fara vandlega yfir öll innsend verkefni og velja þau fimm sem skara fram úr í hverjum flokki. Hljóta þau tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna innan síns flokks.

Í síðari umferð dómnefndar er eitt verkefni valið sem sigurvegari í hverjum flokki.

Í ár verða verðlaunin afhent 30. janúar 2015 við hátíðlega athöfn. Athöfnin er öllum opin og er það von SVEF að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í gleðinni.

Nánar...

29.10.2014 18:59

Tilnefningar í dómnefnd íslensku vefverðlaunanna

Nú styttist í íslensku vefverðlaunin og fyrsta verkefnið er að manna dómnefnd! Nú hafið þið, kæru félagsmenn tækifæri til að tilnefna þá vefnörda sem ykkur finnst best fallnir til að dæma bestu vefi Íslands 2014.

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og verða þær opnar til 19. nóvember. Opnað verður fyrir tilnefningar til hinna íslensku vefverðlauna 24. nóvember 2014.

Nánar...

22.10.2014 22:07

WordPress bjórkvöld næsta fimmtudag

WordPress samfélagið á Íslandi hefur verið að eflast og er kominn tími til að hittast og deila reynslusögum. Við fáum nokkrar kynningar en fáum síðan tækifæri til að ræða WordPress við aðra notendur.

Við hittumst fimmtudaginn 23. október frá kl. 17 til 19 á SKY Bar & Lounge, Ingólfsstræti 1.

Nútíminn–að starta nýjum fjölmiðli með WordPress
Atli Fannar blaðamaður og stofnandi nutiminn.is segir frá því hvernig var að opna nýjan fjölmiðil á netinu

I heart Reykjavik - Vefur, Blogg eða ferðaskrifstofa?
Auður Ösp segir okkur frá iheartreykjavik.net, helstu áskorunum við að reka vefinn og hvernig hefur tekist að ná athygli ört stækkandi hóps ferðamanna.

Bluehtemes
Arnar og Ívar frá Bluthemes.com verða aðgengilegir í spjall fyrir þá sem vilja kynna sér hvernig gengur að selja Themes fyrir WordPress úti í hinum stóra heimi.

Boðið verður upp á bjór meðan birgðir endast!

Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb