Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur reglulega viðburði og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

09.11.2017 16:45

SVEF tríó - forritarinn

SVEF tríó - forritarinn

SVEF tríó forritarans verður haldið á Nauthóli í hádeginu miðvikudaginn 15.nóvember. Að þessu sinni verður fjallað um forritun og verkefni forritarans.


Um er að ræða hádegisviðburð þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða.

Þrír frambærilegir fyrirlesarar úr ólíkum kimum bransans munu flytja erindi en þetta er viðburður sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.

Dagskrá fundar:

11:30 Fundur settur og hádegisverður borinn fram

11:35 Arnar Þór Sveinsson og Sölvi Logason forritarar hjá Visku fara yfir tækni stakk sem leyfir litlum teymum að hreyfa sig hratt.

Nánar...

06.10.2017 14:42

SVEF tríó - hönnuðurinn

SVEF tríó - hönnuðurinn

Á miðvikudaginn næstkomandi þann 11.október verður fyrsta SVEF tríó vetrarins haldið á Nauthóli.

 

Þessi fyrsti fundur af þremur á haustönn mun fjalla um vefhönnun og verkefni hönnuðarins. Um er að ræða hádegisviðburð þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða.

Nokkrir frambærilegir hönnuðir úr ólíkum kimum bransans munu flytja erindi en þetta er viðburður sem enginn hönnuður eða sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.

Dagskrá fundar:

11:30 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
11:35 Heiðar Þór Jónsson, hönnuður hjá Brandenburg
12:05 Jóhanna Þorkelsdóttir, hönnuður hjá Hugsmiðjunni
12:35 Jón Frímansson, hönnuður hjá Slikk Studios
13:00 Formlegri dagskrá lokið

Fundarstjóri: Anna Signý Guðbjörnsdóttir stjórnaraðili hjá SVEF og sérfræðingur hjá TM Sofware.

 Nánar...

06.08.2017 21:13

Workshop með Remy Sharp þann 11.september á Hótel Natura Reykjavik

Workshop með Remy Sharp þann 11.september á Hótel Natura Reykjavik

Remy Sharp snýr aftur til Íslands og að þessu sinni mun hann halda heilsdags vinnustofu um "Mastering Browser Devtools". Á vinnustofunni mun hann fara yfir hvernig hægt er að nýta eiginleika þróunartólanna sem eru innbyggð í Chrome og Firefox til fulls.

Remy Sharp er hugbúnaðarsérfræðingur og afar vinsæll greinahöfundur og fyrirlesari. Hann hefur haldið úti fjölda ráðstefna og viðburða á sviði hugbúnaðar. Einnig er Remy eigandi og stofnandi fyrirtækisins Left Logic.

Skráning á: https://nvite.com/samtokvef/perx8x

Takmarkað sætaframboð.


Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb