Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur reglulega viðburði og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

26.11.2015 12:30

Opnað fyrir tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2015!

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna bestu verkefnin og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Verðlaunin fara nú fram í fimmtánda sinn.

Tekið verður á móti tilnefningum
fyrir árið 2015 fram til 15. desember 2015

 

Nánar...

26.11.2015 12:20

Morgunverðarfundur SVEF - Hvað kostar vefur í dag?

Morgunverðarfundur SVEF - Hvað kostar vefur í dag?

Þann 17.nóvember var haldinn morgunverðarfundur á vegum SVEF undir yfirskriftinni "Hvað kostar vefur í dag?" Þeir Sigurjón Ólafsson hjá Fúnksjón og Jón Cleon hjá Landsvirkjun héldu erindi og mæltust þau vel fyrir. Mæting var góð og félagsaðilar almennt ánægðir með viðburðinn. Fundinum var streymt og hægt er að horfa á upptöku af fundinum.

Nánar...

14.11.2015 22:48

Opnað fyrir tilnefningar í dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna!

Opnað fyrir tilnefningar í dómnefnd  Íslensku vefverðlaunanna!

Nú er þitt tækifæri til að tilnefna þá sem þér þykja best til þess fallnir að dæma bestu vefi Íslands 2015. Opið verður fyrir tilnefningar í dómnefnd til og með 28. nóvember næstkomandi.


Dómnefnd Íslensku Vefverðlaunanna er á hverju ári skipuð einstaklingum með sérþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum sem taka að sér að velja þá vefi sem hljóta íslensku vefverðlaunin. Dómnefndina skipa 7 aðilar sem starfa innan vefiðnaðarins, auk varamanna.


Leitast er við að hafa hópinn sem breiðastan þannig að reynsla og þekking á ólíkum sviðum sé sem mest. Litið er sérstaklega til þekkingar á viðmóti, vefhönnun, markaðssetningu á netinu, forritun, vefumsjón, vefstjórnun, og fleiri þátta er lúta að störfum innan vefiðnaðarins.


Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb