Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur reglulega viðburði og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

28.01.2017 12:03

Úrslit Íslensku vefverðlaunanna!

Úrslit Íslensku vefverðlaunanna!

Íslensku Vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpunnar í gærkvöldi.

Hátt í fimmhundruð gestir mættu til að taka þátt í hátíðinni og fagna góðum árangri á síðasta starfsári með því að veita verðlaun í hinum ýmsum flokkum.

Meðal sigurvegara að þessu sinni var vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem var valinn Vefur ársins 2016, Sjóvá sigraði í flokki stærri fyrirtækja. Tix.is fékk verðlaun fyrir bestu vefverslunina og fitsuccess.is í flokki vefkerfa.

Mikil gróska er í vefiðnaðinum og má það best sjá á því hve vel unnir og vandaðir vefir eru framleiddir á Íslandi í dag. Sigurvegarar kvöldsins eru vel að verðlaununum komnir og óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

Nánar...

24.01.2017 10:02

Íslensku vefverðlaunin haldin hátíðleg á föstudaginn í Silfurbergi Hörpu!

Íslensku vefverðlaunin haldin hátíðleg á föstudaginn í Silfurbergi Hörpu!

Á föstudaginn 27.janúar verða Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2016 veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpunnar.

Húsið opnar kl 17:30 og er athöfnin öllum opin og vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í gleðinni.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Nánar...

20.01.2017 17:41

Topp fimm í hverjum flokki til Íslensku vefverðlaunanna 2016

Dómnefnd Íslensku Vefverðlaunanna hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur og hefur nú valið efstu fimm vefverkefni í hverjum flokki. Við óskum þeim sem komust áfram innilega til hamingju og þökkum einnig þeim sem komust ekki áfram fyrir að taka þátt. Valið var erfitt enda að vanda voru mörg góð verkefni sem tóku þátt.

Topp 5 í hverjum flokki má finna á :

https://www.vefverdlaun.is/tilnefningar.html

Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb