Áríðandi tilkynning frá formanni SVEF

19.01.2017 10:45

Kæru SVEF félagar og aðrir sem starfa í vefiðnaðinum,

Síðastliðinn 12 ár hefur SVEF unnið hörðum höndum við að efla vefiðnaðinn og auka hróður hans og þurfum við nú á aðstoð ykkar að halda!

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins og langaði stjórn SVEF til að gera enn meira úr deginum þetta árið með því að endurvekja IceWeb ráðstefnuna. Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram undanfarnar vikur og mánuði, fluttir verða til landsins sérfræðingar á ólíkum sviðum tækni og hönnunar á þessum metnaðarfulla viðburði.

Því miður er staðreyndin sú að sala miða á IceWeb og vinnustofurnar hefur farið hægt af stað og setur það félagið í erfiða stöðu enda ekki digrir sjóðir að baki félags sem rekið er af félagsgjöldum einum saman.

IceWeb ráðstefnan er, líkt og önnur verkefni félagsins, ekki haldin í hagnaðarskyni, heldur fyrst og fremst til að auka þekkingu, styrkja tengslanet og leita fróðleiks hjá fólki sem hefur náð langt á sínu sviði.

Markmið með viðburðum sem þessum er að ýta undir fagmennsku og auka þekkingu. Það er mikill hagur fyrir fyrirtæki að bjóða starfsfólki á slíka viðburði, bæði þekkingarlega og félagslega.

Samtök vefiðnaðarins eru grasrótarsamtök og frá stofnun þess árið 2005 hefur markmiðið verið að auka þekkingu og efla hróður þeirra sem að iðnaðinum koma. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og öll verkefni stjórnar unnin í sjálfboðavinnu.

Okkar von er sú að félagið geti áfram staðið að viðburðum sem þessum og því leitum við til ykkar að gera ykkar ítrasta til að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum. Það gerið þið best með því að nálgast miða á ráðstefnuna og/eða vinnustofurnar ásamt því að láta orðið berast og hvetja þá sem eru í kringum ykkur til að taka þátt.

Kær kveðja,
Markús Már Þorgeirsson

Formaður SVEF

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb