Topp fimm í hverjum flokki til Íslensku vefverðlaunanna 2016

20.01.2017 17:41

Dómnefnd Íslensku Vefverðlaunanna hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur og hefur nú valið efstu fimm vefverkefni í hverjum flokki. Við óskum þeim sem komust áfram innilega til hamingju og þökkum einnig þeim sem komust ekki áfram fyrir að taka þátt. Valið var erfitt enda að vanda voru mörg góð verkefni sem tóku þátt.

Topp 5 í hverjum flokki má finna á :

https://www.vefverdlaun.is/tilnefningar.html

Afhending vefverðlaunanna fer fram í Silfurbergi Hörpunnar næstkomandi föstudag og hefst hátíðin kl 18:00 húsið opnar kl 17:00.

Allir er velkomnir hvort sem þeirra verkefni er tilnefnt til úrslita eða ekki.
Við minnum á að fjöldi auka viðurkenninga verður einnig afhendur og því eiga margir enn möguleika á því að komast á pall.

Hægt er að taka frá borð á afhendingunni sem rúmar 8-10 manns, með borðinu fylgja tvær flöskur af dýrindis rauðvíni og kostar borðið eingöngu 20.000, en með fjórum bjórum 25.000,-. Um takmarkað magn er að ræða og fyrstir koma fyrsta fá.

Einnig minnum við á Iceweb ráðstefnuna sem fer fram sama dag í Hörpunni og workshoppin sem fara fram daginn áður. Sérstakt tilboð á Iceweb er í boði fyrir þá sem bóka sig á workshop en þá fæst ráðstefnu miðinn með 40% afslætti og kostar því eingöngu 25.200.

Hlökkum til að sjá ykkur!

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb