SVEF tríó - viðhaldsvænir vefir þann 11.apríl á Nauthóli.

SVEF tríó - viðhaldsvænir vefir þann 11.apríl á Nauthóli.

04.04.2017 09:58

SVEF tríó - Viðhaldanlegir vefir í hádeginu á þriðjudaginn næstkomandi þann 11.apríl, kl 11:30 á Nauthóli.

Á þessu fyrsta SVEF tríói vorsins verður tekin fyrir hugmyndafræðin á bak við viðhaldsvæna vefi (e.maintainable websites). Farið verður yfir hvernig fagfólk í vefiðnaði vinnur að því að smíða vefi og vefkerfi sem hugsuð eru til að nýtast til lengri tíma.
Þrír sérfræðingar halda erindi á fyrsta fundinum þann 11. apríl næstkomandi.
Miða má nálgast á: https://nvite.com/samtokvef/jjnq2y

Dagskrá fundar:

11:30 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
11:45 Aðalgeir Arnar Jónsson (a.k.a. Alli Metall)
Hönnunarstjóri hjá Icelandair - ,,Í viðjum hönnunarkefis?"
12:15 Benedikt Valdes Stefánsson Hugvirki hjá Kolibri 
,,Kostir þess að nota API-drifið CMS"
12:45 Eiríkur Heiðar Nilsson Stofnandi og meðeigandi Aranja
,,React + hauslaus CMS kerfi - viðhald á efni í sérhönnuðum vefsíðum"
13:20 Formlegri dagskrá lokið

Fundarstjóri verður Jonathan Gerlach, hönnuður hjá Kolibri og stjórnarmaður SVEF.

Athugið að skráning á viðburðinn fer fram á nvite síðunni sem er linkað á hér að ofan.

Fundurinn fer sem fyrr fram á Nauthóli og hefst kl 11:30, en rukkað verður hóflegt gjald til að dekka kostnað og veitingar. Verð fyrir þá sem standa utan Samtaka vefiðnaðarins er 9.500 kr, en félagar SVEF fá rúmlega 42% afslátt og greiða aðeins 5.500 kr. Ef þú vilt ganga í félagið geturðu einfaldlega tekið það fram við skráningu og þá færðu rukkun á árgjaldi uppá 14.900 kr samhliða lægra verðinu.

Nauthóll er margrómaður fyrir girnilegan og hollan mat, en á fundinum verður borinn fram réttur dagsins ásamt kaffi og konfekti. Ef ástæða er til að gera ráð fyrir sérstökum kröfum vegna veitinga, t.d. vegan, vegeterian o.s.frv. hvetjum við þig til að hafa samband tímanlega við unnur@svef.is

SVEF tríó er fyrirlestrarröð á vegum Samtaka vefiðnaðarins sem hóf göngu sína síðastliðið haust. Fyrirlestrarröðin miðar að því að taka kjarnastarf vefmála fyrir með skipulögðum hætti þar sem fagfólk í vefiðnaðinum kemur saman og miðlar af þekkingu sinni og reynslu.

Haldnir verða þrír SVEF tríó fundir vorið 2017
Um er að ræða hádegisviðburði þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða. Þetta er viðburður sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.


SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb