Bjórkvöld: Pimp my website

17.03.2011 10:37

Bjórkvöld fimmtudaginn 17. mars. Umræðuefni kvöldsins er vefur félagsins. Við köllum eftir ykkar hjálp og sérþekkingu við að móta stefnu fyrir nýjan vef SVEF, www.svef.is.

Ef þú lumar á skemmtilegri hugmynd eða sérð tækifæri til að miðla þekkingu og skapa umræðu um allt það áhugaverða sem á sér stað í vefbransanum í dag þá viljum við sjá þig.

Við viljum líka sjá þig ef þú hefur bara áhuga á því að hitta skemmtilegt fólk og drekka bjór.

Bjórkvöldið verður haldið kl 20.30, í kvöld á Faktorý, Smiðjustíg 6.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb