Aðalfundur og bjórkvöld

18.10.2011 14:18

Aðalfundur SVEF fer fram Faktorý n.k. fimmtudag 20. október kl. 20.

Að aðalfundi loknum hefst hefðbundið bjórkvöld SVEF með áhugaverðum fyrirlestrum frá Liveproject, outburstgame.com, o.fl.

Bjór verður í boði með byrgðir endast!

Breytingar í stjórn SVEF

Við auglýsum sérstaklega eftir áhugasömum aðilum til að starfa í stjórn félagsins. Stjórnarseta er öllum opin sem hafa áhuga á að efla vefsamfélagið á Íslandi.

Dagskrá:

 • Skýrsla stjórnar
 • Reikningsskil
 • Kosning formanns og stjórnar
 • Önnur mál
 • Bjórkvöld hefst
Bjórkvöldið:
 • Hörður og Arnar frá Live Project munu mæta og segja frá fyrirbærinu með fókus á tæknilegu hliðina
  "The idea behind Live Project is simple - capturing the true essence of an happening and sharing it with others and end up with a raw and fun documentation of the event made by, sometimes, thousands of people."
 • Ægir Þorsteinsson segir frá Outburstgame.com
  "Outburst 3D - A web based 3D multiplayer game that uses WebGL and WebSockets (no browser plugins). We wrote the game during one weekend (48 hours) and we are going to show you how we did it."
 • O.fl. skemmtilegt

SVEF býður alla þá er starfa að vefmálum velkomna á fundinn og hvetur áhugasama félaga til að bjóða fram krafta sína fyrir næsta starfsár.

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku vefverðlaunanna. Félagið stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál, auk fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og fagnaða fyrir félagsmenn.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb