Bjórkvöld - Arion appið, Meniga og SXSW

24.09.2012 17:56

Bjórkvöld SVEF verður haldið fimmtudaginn 27.september kl 20.30. Að þessu sinni fer bjórkvöldið fram í sal Klaksins í O2 (Ofanleiti 2, 2.hæð).

Á bjórkvöldinu verður farið um víðan völl en um einvala lið fyrirlesara er að ræða.

 

Enginn verður af aurum í appi!
App Arion banka.  Af hverju, hvernig, til hvers, hversu lengi og hvernig tókst? Lee Roy Tipton (allt í góðu, hann talar íslensku) frá Arion banka segir okkur frá tilurð Arion appsins.

Vefkerfi sem styðja milljónir notenda
Ásgeir Örn Ásgeirsson (talar líka íslensku) tæknistjóri Meniga segir frá því hvernig lítið vefkerfi var skalað upp í að styðja milljónir notenda.

Allt það besta frá SXSW
Björn Ingimundarson hjá Betware (held hann tali íslensku) fór á SXSW og mun segja frá því helsta sem hann sá á þeim magnaða viðburði.

Að fyrirlestrum loknum verður boðið í bjórsmökkun hjá Meniga (sem eru með skrifstofur á 4.hæð í sömu byggingu)

Aðgangur er ókeypis - Skemmtilega fólkið má melda sig til leiks á Facebook

Hlökkum til að sjá ykkur, stjórn SVEF

 

P.S.
Ef fleiri fyrirtæki vilja styrkja bjórkvöldin með því að splæsa í kút eða tvo eða jafnvel bjóðast til að hýsa bjórkvöld er þeim bent á að vera í sambandi við
stjorn@svef.is

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb