Skráning hafin á IceWeb 2013 - aðeins 40 miðar í boði!

26.03.2013 21:38

IceWeb vinnusmiðjan verður haldin föstudaginn 26. apríl næstkomandi á Nauthóli í Reykjavík.

Aðeins 40 miðar eru í boði á þennan áhugaverða viðburð svo það er um að gera að vera snögg/ur að tryggja sér miða. Í fyrra seldist upp á aðeins örfáum dögum og færri komust að en vildu.

Fókusinn í ár snýr að vefmælingum og stefnumótun og eru það tveir færustu viðmótssérfræðingar Noregs sem leiða þetta heilsdags workshop: Kjell Morten og Thor Eie.

Eins og vanalega fá félagar SVEF góðan afslátt af miðum!

Kaupa miða

 

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb