Hvað kostar vefur í dag? Morgunverðarfundur SVEF

30.10.2015 21:24

SVEF býður til morgunverðarfundar kl. 8:00 þann 17. nóvember í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, þar verða vonir og væntingar við gerð nýrra vefja til umræðu, þar sem hugmyndavinna og framkvæmd mætast.

"Kostnaður getur sveiflast talsvert en með góðum undirbúningi er hægt að lágmarka þessar sveiflur og gera raunhæfari áætlanir um kostnað við vefmálin."
-funksjon.net

Sigurjón Ólafsson hjá Fúnksjón og Jón Cleon hjá Landsvirkjun verða með erindi.

Boðið verður upp á ljómandi gott kaffi, staðgóðan morgunverð og skapandi umræður.

Dagskrá fundarins hefst kl. 8:30.

 


SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb