Aðferðafræði Íslensku vefverðlaunanna

Dómnefnd fer vandlega yfir tilnefnda vefi og velur þá sem skara fram úr í hverjum flokki. Í fyrri umferð eru valdir fimm vefir í hverjum flokki sem hljóta tilnefningar dómnefndar. Í síðari umferð er valinn einn vefur sem sigurvegari í hverjum flokki.

Dómnefndina skipa 7-8 einstaklingar sem starfa í vefgeiranum. Stjórn SVEF skipar í dómnefndina en unnið er úr tilnefningum til hennar sem eru öllum frjálsar. Áhersla er lögð á að setja saman breiðan hóp sem samanstendur af fólki með ólíkan sérfræðiþekkingu og starfar hjá ólíkum fyrirtækjum.

Nánar um dómnefnd

Forsendur

Hver einstaklingur í dómnefndinni dæmir vefi út frá eigin forsendum en horft er til eftirfarandi þátta:

Markmið

 • Skýr markmið og tilgangur
 • Markhópanálgun / greining markhópa
 • Skipulag og uppbygging

Innihald

 • Samsetning innihaldsins
 • Forgangsröðun upplýsinga
 • Upplýsingar - hjálplegar og nákvæmar
 • Upplýsingar - aðlaðandi, viðeigandi og skipta máli fyrir notandann
 • Texti auðveldur í lestri, skrifað fyrir vef
 • Myndefni skýrt og aðlagað fyrir vef

Framsetning

 • Góð sjónræn hönnun
 • Jákvæð athygli notenda út frá litavali og myndum
 • Skapandi vefsíða (samblanda af hönnun, myndum, myndskreytingum og texta á áhrifaríkan hátt)
 • Áhugaverð og aðlaðandi
 • Sterkur, einstakur og mótsagnalaus „persónuleiki"

Notendavæni og nytsemi

 • Helstu nytsemisstöðlum fylgt
 • Auðvelt að ferðast um síðuna
 • Stoðvirkni í boði, s.s veftré, leit o.s.frv.
 • Aðgengismál - aðgengi fatlaðra og hópa með sérþarfir

Tæknilegar lausnir

 • Lausnir sem notaðar eru
 • Hraði
 • Kóði - HTML/CSS
 • Virkar á helstu vöfrum á öllum stýrikerfum
 • Nýjungar

Tæknileg virkni

 • Virkni í boði
 • Lifandi linkar
 • Leitarvirkni

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb