Flokkar Íslensku vefverðlaunanna

Íslensku vefverðlaunin 2016 verða veitt í 15 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að.

Flokkar sem veitt eru verðlaun fyrir:

 • Fyrirtækjavefur ársins - stærri
 • Fyrirtækjavefur ársins - smærri
 • Efnis- og fréttaveita ársins
 • Opinberi vefur ársins
 • Markaðsvefur ársins
 • Hönnun og viðmót
 • Val fólksins
 • App ársins
 • Vefapp ársins
 • Samfélagsvefur ársins
 • Vefverslun ársins
 • Innri vefur ársins
 • Vefkerfi ársins
 • Vefur ársins

Innsending kostar 19.900 kr per flokk fyrir utan samfélagsvef ársins en sú tilnefning kostar 1.900 kr.

Nánari upplýsingar um hvern flokk:

Fyrirtækjavefur ársins - stærri

Undir þennan flokk falla vefir fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Hér er átt við alla almenna upplýsingavefi sem kynna þjónustu og/eða vörur viðkomandi fyrirtækis.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Icelandair, Síminn og Orka Náttúrunnar

Fyrirtækjavefur ársins - smærri

Undir þennan flokk falla vefir fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn. Hér er átt við alla almenna upplýsingavefi sem kynna þjónustu og/eða vörur viðkomandi fyrirtækis.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Tix, Meniga og Nikita Clothing

Efnis- og fréttaveita ársins

Undir þennan flokk falla t.d. fjölmiðlar, blogg og vefsamfélög. Hér er leitað eftir vef með afþreyingargildi, sem er skemmtilegur og/eða fróðlegur.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Stundin, Kjarninn, Mæðgurnar og RÚV.

Opinberi vefur ársins

Undir þennan flokk falla vefir tengdir opinberum aðilum hér á landi. Þar má nefna ríki, sveitarfélög og alla tengda starfsemi.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Ísland.is, Vínbúðin, Lögreglan og MATÍS

Markaðsvefur ársins

Undir þennan flokk falla t.d. vefir sem tengjast markaðsherferðum. Litið verður til hugmyndar, nýnæmis, hönnunar, útfærslu, sérstöðu og árangurs.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Innri fegurð Bláa Lónsins, Iceland Airwaves vefur Landsbankans og Höldum fókus

Hönnun og viðmót

Dómnefnd velur þann vef sem þykir skara fram úr í samþættingu á góðu notendaviðmóti og góðri hönnun sem svo spilar vel með starfsemi fyrirtækisins eða vefsins sem um ræðir. Mikilvægt er að viðmót sé skýrt og notendavænt og að vefir séu hannaðir fyrir sína markhópa.

App ársins

Undir þennan flokk falla smáforrit (native app) sem eru sérstaklega smíðuð fyrir snjalltæki (t.d. snjallsíma eða spjaldtölvur). Þar má nefna leiki, þjónustur, upplýsinga- og afþreyingarveitur.

Oftar en ekki er app eða snjallforrit unnið í þeim tilgangi að auka þjónustu með það að markmiði að notendur upplifi heildrænt og þétt viðmót. Ætlast er til að app ársins sýni fram á vel heppnaða gagnvirkni og að notandi sé líklegur til að verða virkur notandi. Mat dómnefndar á gæðum besta appsins byggir á liðum er lúta að efnistökum, hönnun, viðmóti og gangvirkni sem og hvernig tekst til með samþættingu þessara þátta.

Vefapp ársins

Undir þennan flokk falla vefir sem eru sérstaklega smíðaður til að vera notaðir á svipaðan/sambærilegan hátt og hefðbundin öpp, en í vafra.

Oftar en ekki er app eða snjallforrit unnið í þeim tilgangi að leysa helstu þjónustuþætti skipulagsheildarinnar með það að markmiði að notendur upplifi heildrænt og þétt viðmót. Ætlast er til að besta appið sýni fram á vel heppnaða gagnvirkni og að notandi sé líklegur til að verða virkur þáttakandi í forritinu. Mat dómnefndar á gæðum besta appsins byggir á liðum er lúta að efnistökum, hönnun, viðmóti og gangvirkni sem og hvernig tekst til með samþættingu þessara þátta.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Gengi.is, Quizup.com og Mappan.

Samfélagsvefur ársins

Undir þennan flokk falla vefir sem hafa það að markmiði að bæta samfélagið á einn eða annan máta. Þar má m.a. telja vefsvæði góðgerðamála eða félagasamtaka.

Efnistök og nálgun við útfærslu fyrir vef eru mikilvæg atriði, þar sem að ritað efni og myndir eru sett fram á auðskilinn hátt. Þannig að notandi fái þá tilfinningu að markmið framsetningar fyrir vef séu skýr.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Visindavefurinn, Hlaupastyrkur og Bréf til bjargar lífi.

Vefverslun ársins

Undir þennan flokk falla vefir sem bjóða vörur og/eða þjónustu til sölu þar sem hægt er að ganga frá kaupum á netinu. Leitað er eftir vandaðri og skilmerkilegri uppsetningu á efni þar sem að kaupflæðið er einfalt, öruggt og hraðvirkt.

Innri vefur ársins

Undir þennan flokk falla þjónustusvæði sem hugsuð eru fyrir starfsmenn fyrirtækja, t.d. innri vefir.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Flugan (innri vefur Isavia), MyWork (innri vefur Icelandair) og Þjónustuvefur Mílu.

Vefkerfi ársins

Undir þennan flokk falla þjónustusvæði sem hugsuð eru fyrir viðskiptavini fyrirtækja, þar sem innskráningar er krafist. Þjónustusvæði sem þessi bjóða gagnvirkar leiðir til að sækja þjónustu og vinna með upplýsingar.

Uppbygging og framsetning þjónustusvæðis ætti að styðja við árangursríka notendaupplifun og vera leiðandi í upplýsingagjöf og virkni. Litið er til skipulagningar á rituðu efni sem og myndefni vefs. Gott þjónustusvæði býður notendum auðvelt aðgengi að upplýsingum með skipulögðum hætti, þar sem efnisskipan er römmuð inn á þann hátt að notendur geti snarlega áttað sig á virkni síðunnar.

Til þess að dómnefnd geti dæmt þess verkefni óskum við eftir að dómnefnd fái aðgang að viðkomandi vefkerfi eða að með innsendingu fylgi myndband sem sé lýsandi fyrir virkni kerfisins..

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Heilsuvera, Netbanki Landsbankans og þjónustuvefur Símans

Vefur ársins

Vefur ársins er valinn úr tilnefndum vefjum í ofangreindum flokkum.

Dómnefnd velur þann vef sem þykir fremstur meðal jafningja en hann skarar þá framúr í tækni, hönnun, markmiðasetningu, efnistökum o.s.frv.

------

Hvað er íslenskur vefur?

Almennt hefur verið stuðst við víða skilgreiningu á því hvaða vefir geti tekið þátt í Íslensku vefverðlaununum þ.e. að vefurinn sé unninn fyrir íslandsmarkað eða íslenskt fyrirtæki eða sé unnin að megninu til á Íslandi eða af íslensku fyrirtæki. Komi upp vafaatriði tekur dómnefnd málið til umfjöllunar og hefur möguleika á að vísa álitamálum (nafnlaust) til stjórnar SVEF ef nauðsyn þykir.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb