Flokkar Íslensku vefverðlaunanna

Íslensku vefverðlaunin 2017 verða veitt í 13 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að.

Flokkar sem veitt eru verðlaun fyrir:

 • Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki)
 • Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)
 • Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)
 • Markaðsvefur ársins
 • Vefverslun ársins
 • Efnis- og fréttaveita ársins
 • Opinberi vefur ársins
 • Innri vefur ársins
 • Vefkerfi ársins
 • App ársins
 • Samfélagsvefur ársins
 • Gæluverkefni ársins, nýr flokkur

Fyrirtækjavefur ársins

Lítil fyrirtæki

Undir þennan flokk falla vefir fyrirtækja með 10 eða færri starfsmenn á launaskrá. Hér er átt við alla almenna vefi sem kynna þjónustu eða vörur viðkomandi fyrirtækis.

Tix er dæmi um verkefni sem hlotið hefur viðurkenningu í þessum flokki.

Verð 9.900 kr.

 

Fyrirtækjavefur ársins

Meðalstór fyrirtæki

Undir þennan flokk falla vefir fyrirtækja með 11 til 80 starfsmenn á launaskrá. Hér er átt við alla almenna vefi sem kynna þjónustu eða vörur viðkomandi fyrirtækis.

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Meniga eru dæmi um verkefni sem hlotið hafa viðurkenningu í þessum flokki.

Verð 19.900 kr.

 

Fyrirtækjavefur ársins

Stór fyrirtæki

Undir þennan flokk falla vefir fyrirtækja með 80+ starfsmenn á launaskrá. Hér er átt við alla almenna vefi sem kynna þjónustu eða vörur viðkomandi fyrirtækis.

Sjóvá og Alvogen eru dæmi um verkefni sem hlotið hafa viðurkenningu í þessum flokki.

Verð 29.900 kr.

 

Markaðsvefur ársins

Undir þennan flokk falla vefir er tengjast markaðsherferðum, atburðum og/eða skilgreinast sem míkróvefir (e. microsites). Litið verður til hönnunar, efnis, nýnæmis og tæknilegrar útfærslu.

Zero Financial, Innri fegurð Bláa Lónsins og Iceland Airwaves vefur Landsbankans eru dæmi um verkefni sem hlotið hafa viðurkenningu í þessum flokki.

Verð 19.900 kr.

 

Vefverslun ársins

Undir þennan flokk falla vefir sem bjóða vörur og/eða þjónustu til sölu þar sem hægt er að ganga frá kaupum á netinu. Leitað er eftir vandaðri og skilmerkilegri uppsetningu á efni þar sem að kaupferlið er notendavænt.

Tix Miðasala er dæmi um verkefni sem hlotið hefur viðurkenningu í þessum flokki.

Verð 19.900 kr.

 

Efnis- og fréttaveita ársins

Undir þennan flokk falla t.d. fjölmiðlar, blogg og vefsamfélög. Hér er leitað eftir vef með afþreyingargildi, sem er skemmtilegur, fróðlegur eða bæði.

Kjarninn, Mæðgurnar og RÚV eru dæmi um verkefni sem hlotið hafa viðurkenningu í þessum flokki

Verð 19.900 kr.

 

Opinberi vefur ársins

Undir þennan flokk falla vefir tengdir opinberum aðilum hér á landi. Þar má nefna ríki, sveitarfélög og alla tengda starfsemi. Verkefni þurfa að mestum hluta að vera kostuð af ríki eða sveitarfélagi.

Ísland.is, Lögreglan og MATÍS eru dæmi um verkefni sem hlotið hafa viðurkenningu í þessum flokki.

Verð 19.900 kr.

 

Innri vefur ársins

Undir þennan flokk falla innri vefir fyrirtækja og stofnana, þ.e. lokuð þjónustusvæði sem hugsuð eru fyrir starfsfólk viðkomandi fyrirtækis eða stofnunnar. Til þess að dómnefnd geti dæmt þessi verkefni, óskar stjórn SVEF eftir að dómnefnd fái aðgang að viðkomandi innri vef.

Ljósleiðarans, Flugan (innri vefur Isavia) og MyWork (innri vefur Icelandair) eru dæmi um verkefni sem hlotið hafa viðurkenningu í þessum flokki.

Verð 19.900 kr.

 

Vefkerfi ársins

Undir þennan flokk falla vefir sem hugsaðir eru fyrir viðskiptavini fyrirtækja þar sem innskráningar er krafist. Þessir vefir bjóða upp á gagnvirkar leiðir til að sækja þjónustu og vinna með upplýsingar. Til þess að dómnefnd geti dæmt þessi verkefni, óskar stjórn SVEF eftir að dómnefnd fái aðgang að viðkomandi vefkerfi.

FitSuccess fjarþjálfun, Netbanki Landsbankans og Þjónustuvefur Símans eru dæmi um verkefni sem hlotið hafa viðurkenningu í þessum flokki.

Verð 19.900 kr.

 

App ársins

Í flokkinn „app ársins“ má tilnefna öll verkefni sem eru sérstaklega smíðuð fyrir snjalltæki eins og t.d. snjallsíma eða spjaldtölvur. Smáforrit geta verið leikir, þjónustur, upplýsinga- og afþreyingarveitur o.fl. Gerð er krafa um að appið hafi verið gefið út í app store fyrir iOS, Android eða sambærileg stýrikerfi.

QuizUp, Kass og Strætó eru dæmi um verkefni sem hlotið hafa viðurkenningu í þessum flokki

Verð 19.900 kr.

 

Samfélagsvefur ársins

Undir þennan flokk falla vefir sem hafa það að markmiði að bæta samfélagið á einn eða annan máta. Þar má m.a. telja vefsvæði góðgerðamála eða félagasamtaka.

Ísland.is, Lögreglan og MATÍS eru dæmi um verkefni sem hlotið hafa viðurkenningu í þessum flokki.

Verð 4.990 kr.

 

Gæluverkefni ársins

Nýr flokkur

Þessi flokkur verðlaunar verkefni unnin fyrir lítið eða ekkert fjármagn. Flokkurinn er sérstaklega hugsaður fyrir þau sem eru að gera verkefnin í eigin tíma eða fyrir nemendur sem eru að vinna að verkefnum í eða með skóla.

hvaderibio.is og gengi.is eru dæmi um verkefni sem gætu hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki.

Verð 4.990 kr.

Verð fyrir nema 1.990 kr.

 

Hönnun og viðmót

Dómnefnd velur þann vef sem þykir skara fram úr í samþættingu á góðu notendaviðmóti og góðri hönnun sem svo spilar vel með starfsemi fyrirtækisins eða vefsins sem um ræðir.

 

Vefur ársins

Dómnefnd velur þann vef sem þykir fremstur meðal jafningja, en vefur ársins er að vanda valinn úr tilnefndum vefjum í öllum flokkum.

 

Gjaldgengir vefir

Ekki er gerð krafa að verkefni sem send eru inn til íslensku vefverðlaunanna hafi verið unnin eða gefin út á árinu 2017. Margir vefir eru í eðli sínu í stöðugri þróun og eru því allir vefir sem komnir voru í loftið fyrir lok árs 2017 velkomnir.

Stuðst er við víða skilgreiningu á því hvaða vefir geti tekið þátt í íslensku vefverðlaununum. Að vefurinn sé unninn fyrir Íslandsmarkað eða fyrir íslenskt fyrirtæki eða sé unnin að megninu til (meira en 50% af heild) á Íslandi eða af íslensku fyrirtæki. Komi upp vafaatriði tekur dómnefnd málið til umfjöllunar og hefur möguleika á að vísa álitamálum til stjórnar SVEF.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb