Flokkar Íslensku vefverðlaunanna

Íslensku vefverðlaunin 2015 verða veitt í 15 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að.

Flokkar sem hægt er að tilnefna í:

 • Fyrirtækjavefur (lítil og meðalstór fyrirtæki)
 • Fyrirtækjavefur (stærri fyrirtæki, 50+)
 • Aðgengilegur vefur
 • Þjónustusvæði viðskiptavina
 • Þjónustusvæði starfsmanna
 • App / Vef-app
 • Markaðsherferð á netinu
 • Einstaklingsvefur
 • Non-profit vefur
 • Vefmiðill
 • Opinber vefur

Dómnefnd veitir þar að auki þrenn auka verðlaun:

 • Frumlegasti vefurinn
 • Besta hönnun og viðmót
 • Besti íslenski vefurinn

Félagar í SVEF kjósa svo um vef fólksins.

Nánari upplýsingar um hvern flokk:

Fyrirtækjavefur (lítil og meðalstór fyrirtæki)

Þessi flokkur nær yfir fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn sem selja eða kynna vörur og/eða þjónustu í gegnum vefinn. Hér er átt við alla almenna upplýsingavefi sem kynna þjónustu og/eða vörur viðkomandi fyrirtækis jafnt sem sjálfsafgreiðsluvefi s.s. vefverslanir og bókunarvefi. Mikilvægt er að vefurinn geri notendum kleift að nálgast þær upplýsingar og framkvæma þær aðgerðir sem til er ætlast og að notendur nái fram markmiðum sínum.
Dæmi um þá sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: wow.is, meniga.com, tempoplugin.com

Fyrirtækjavefur (stærri fyrirtæki, 50+)

Þessi flokkur nær yfir fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri sem selja eða kynna vörur og/eða þjónustu í gegnum vefinn. Hér er átt við alla almenna upplýsingavefi sem kynna þjónustu og/eða vörur viðkomandi fyrirtækis jafnt sem sjálfsafgreiðsluvefi s.s. vefverslanir og bókunarvefi. Mikilvægt er að vefurinn geri notendum kleift að nálgast þær upplýsingar og framkvæma þær aðgerðir sem til er ætlast og að notendur nái fram markmiðum sínum.
Dæmi um þá sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: icelandair.is, siminn.is, adventures.is

Aðgengilegur vefur

Þættir eins og aðgengismál eru mikilvægir og ættu vefir að vera unnir með aðgengi að leiðarljósi. Verðlaunavefur í þessum flokki er vefur sem þykir skara fram úr hvað aðgengi að þjónustu og upplýsingum varðar. Miðað er við að vefurinn sé vel uppbyggður fyrir einstaklinga með fötlun svo sem eins og blinda notendur, sjónskerta, hreyfihamlaða o.fl. Jafnframt er mikilvægt að hönnun og viðmót sé skýrt og notendavænt fyrir alla notendur, fatlaða jafnt sem ófatlaða. Sérstök áhersla er lögð á að vefurinn bregðist við mismunandi tækjum notanda (desktop, tablet, mobile, o.s.frv.)
Fulltrúi frá Öryrkjabandalagi Íslands veitir dómnefnd sérfræðiálit í þessum flokki.
Dæmi um þá sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: re.is, rsk.is, hi.is

Þjónustusvæði viðskiptavina

Undir þennan flokk falla aðgangsstýrð innri og ytri þjónustusvæði fyrir viðskiptavini fyrirtækja og stofana. Þjónustusvæði sem þessi bjóða gagnvirkar leiðir til að sækja þjónustu og vinna með upplýsingar.
Uppbygging og framsetning þjónustusvæðis ætti að styðja við árangursríka notendaupplifun og vera leiðandi í upplýsingagjöf og virkni. Litið er til skipulagningar á rituðu efni sem og myndefni vefjarins. Gott þjónustusvæði býður notendum auðvelt aðgengi að upplýsingum með skipulögðum hætti, þar sem efnisskipan er römmuð inn á þann hátt að notendur geti snarlega áttað sig á virkni síðunnar. Undir Besta þjónustusvæðið falla til dæmis mínar síður viðskiptavina.
Til þess að dómnefnd geti dæmt þessa vefi óskum við eftir að dómnefnd fái aðgang að viðkomandi þjónustusvæði eða með innsendingu fylgi myndband sem sé lýsandi fyrir virkni vefsins (um 3 mín að lengd).

Þjónustusvæði starfsmanna

Undir þennan flokk falla aðgangsstýrð innri og ytri þjónustusvæði fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Þjónustusvæði sem þessi bjóða gagnvirkar leiðir til að sækja þjónustu og vinna með upplýsingar.
Uppbygging og framsetning þjónustusvæðis ætti að styðja við árangursríka notendaupplifun og vera leiðandi í upplýsingagjöf og virkni. Litið er til skipulagningar á rituðu efni sem og myndefni vefjarins. Gott þjónustusvæði býður notendum auðvelt aðgengi að upplýsingum með skipulögðum hætti, þar sem efnisskipan er römmuð inn á þann hátt að notendur geti snarlega áttað sig á virkni síðunnar. Undir Besta þjónustusvæðið falla til dæmis innri vefir fyrirtækja og stofnana.
Til þess að dómnefnd geti dæmt þessa vefi óskum við eftir að dómnefnd fái aðgang að viðkomandi þjónustusvæði eða með innsendingu fylgi myndband sem sé lýsandi fyrir virkni vefsins (um 3 mín að lengd).

App / Vef-app

Besta appið getur bæði verið sérsniðið smáforrit og vefur smíðaðar fyrir farsíma og spjaldtölvur. Undir þennan flokk falla m.a. leikir, þjónustur, upplýsinga- og afþreyingarveitur.
Oftar en ekki er app eða snjallforrit unnið í þeim tilgangi að leysa helstu þjónustuþætti skipulagsheildarinnar með það að markmiði að nontendur upplifi heildrænt og þétt viðmót. Ætlast er til að besta appið sýni fram á vel heppnaða gagnvirkni og að notandi sé líklegur til að verða virkur þáttakandi í forritinu. Mat dómnefndar á gæðum besta appsins byggir á liðum er lúta að efnistökum, hönnun, viðmóti og gangvirkni sem og hvernig tekst til með samþættingu þessara þátta.

Dæmi um þá sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Airwaves appið, Quizup og Gengi.is

Markaðsherferð á netinu

Hér er ætlunin að veita verðlaun fyrir bestu markaðsherferðina á netinu. Um getur verið að ræða stærri eða minna verkefni allt frá vel útfærðum auglýsingaborðum upp í heildstæðari herferðir sem fóru fyrst og fremst fram á vefnum. Litið verður til hugmyndar, nýnæmis, hönnunar, útfærslu, sérstöðu og árangurs.
Heimilt er að senda inn myndband með innsendingu.

Dæmi um þá sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: hlaupastyrkur.is, inspiredbyiceland.is, holdumfokus.is

Einstaklingsvefur

Hér er leitað eftir metnaðarfullum vefjum þar sem áhersla er lögð á gæði efnis og framsetningu þess. Horft er til þátta eins og efnistaka, samspils texta og mynda, hönnunar og viðmóts og viðfangsefnis. Þessi flokkur er hugsaður til að verðlauna einstakling/einstaklinga, en ekki fyrirtæki, stofnanir, félög eða samtök.
Dæmi um þá sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: cafesigrun.com, palloskar.is, gummisig.is

Non-profit vefur

Flokkurinn nær til vefsvæða sem hafa það aðalmarkmið að veita aðgang að upplýsingum og þjónustu á netinu. Undir þennan flokk falla t.d. vefsvæði góðgerðamála, félagasamtaka og sjálfseignastofnanna.
Dæmi um þá sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: Visindavefur.hi.is, vegvisir.is, hjoladivinnuna.is

Opinber vefur

Flokkurinn nær til vefsvæða sem hafa það aðalmarkmið að veita aðgang að upplýsingum og þjónustu á vefsvæðum opinbera stofnana, sveitafélaga ásamt rafrænum þjónustum.
Dæmi um þá sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: fjs.is, matis.is

Vefmiðill

Besti vefmiðillinn nær til fjölmiðla, vefsamfélaga, leikjavefja og allra þeirra sem bjóða upp á afþreyingarefni í gegnum vef. Hér er leitað eftir vef með afþreyingargildi, sem er skemmtilegur eða fróðlegur. Litið er til tæknilegrar útfærslu og virkni, einnig er mikilvægt að vefmiðillinn sé í takt við áætlaðan markhóp og bryddi upp á nýjungum í framsetningu efnis. Lögð er sérstök áhersla á að vefurinn sé hraðvirkur og flæði vel þvert á alla vafra sem og tækjakost.
Dæmi um þá sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki: blogg.hugsmidjan.is, kjarninn.is, ruv.is

Val fólksins

Félagsmenn SVEF velja þann vef sem þeim þótti athyglisverðastur á árinu, valið er að mörgu leiti opið en leitast er við að finna vef sem þótti vera með áhugaverða nálgun á framsetningu efnis, notkun á tækni, uppbyggingu innihalds o.s.frv . Valið er úr öllum þeim vefjum sem eru í úrslitum í öðrum flokkum, einnig er hægt að leggja ótilnefndum vef atkvæði sitt. Aðild að SVEF gefur atkvæðisrétt í þessum flokki.

Frumlegasti vefurinn

Dómnefnd velur þann vef sem þykir frumlegastur. Hér er horft til þátta eins og best útfærðu nýjungarinnar eða óhefðbundinnar nálgunar við viðfangsefnið. Leitað er að vef sem sýnir að frumkvæði og vinnubrögð sem ganga bak rótgrónum aðferðum skila ferskri útkomu.

Besta hönnun og viðmót

Dómnefnd velur þann vef sem þykir skara fram úr í samþættingu á góðu notendaviðmóti og góðri hönnun sem svo spilar vel með starfsemi fyrirtækisins eða vefsins sem um ræðir. Mikilvægt er að viðmót sé skýrt og notendavænt og að vefir séu hannaðir fyrir sína markhópa.

Besti íslenski vefurinn

Besti íslenski vefurinn er valinn úr tilnefndum vefjum í ofangreindum flokkum. Dómnefnd velur þann vef sem þykir fremstur meðal jafningja.

------

Hvað er íslenskur vefur?

Almennt hefur verið stuðst við víða skilgreiningu á því hvaða vefir geti tekið þátt í Íslensku vefverðlaununum þ.e. að vefurinn sé unninn fyrir íslandsmarkað eða íslenskt fyrirtæki eða sé unnin að megninu til á Íslandi eða af íslensku fyrirtæki. Komi upp vafaatriði tekur dómnefnd málið til umfjöllunar og hefur möguleika á að vísa álitamálum (án nafna) til stjórnar SVEF ef nauðsyn þykir.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb