Fréttir og tilkynningar

Úrslit Íslensku vefverðlaunanna 2017

Úrslit Íslensku vefverðlaunanna 2017 má sjá á www.vefverdlaun.isNánar...

23.01.2018 22:47

IceWeb og Íslensku vefverðlaunin 26. janúar 2018

Íslensku vefverðlaunin verða haldin föstudaginn 26. janúar í Silfurbergi Hörpu. Gleðin byrjar með fordrykk og léttum veitingum kl. 17.30 en verðlaunaafhendingin hefst stundvíslega kl. 18. IceWeb ráðstefnan verður haldin sama dag í Hörpu frá kl. 13-17. Við hvetjum alla unnendur vefmála sem ætla að mæta á #iceweb2018 til að skrá sig sem fyrst á ráðstefnuna.Nánar...

09.11.2017 16:45

SVEF tríó - forritarinn

SVEF tríó - forritarinn

SVEF tríó forritarans verður haldið á Nauthóli í hádeginu miðvikudaginn 15.nóvember. Að þessu sinni verður fjallað um forritun og verkefni forritarans.


Um er að ræða hádegisviðburð þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða.

Þrír frambærilegir fyrirlesarar úr ólíkum kimum bransans munu flytja erindi en þetta er viðburður sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.

Dagskrá fundar:

11:30 Fundur settur og hádegisverður borinn fram

11:35 Arnar Þór Sveinsson og Sölvi Logason forritarar hjá Visku fara yfir tækni stakk sem leyfir litlum teymum að hreyfa sig hratt.

Nánar...

06.10.2017 14:42

SVEF tríó - hönnuðurinn

SVEF tríó - hönnuðurinn

Á miðvikudaginn næstkomandi þann 11.október verður fyrsta SVEF tríó vetrarins haldið á Nauthóli.

 

Þessi fyrsti fundur af þremur á haustönn mun fjalla um vefhönnun og verkefni hönnuðarins. Um er að ræða hádegisviðburð þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða.

Nokkrir frambærilegir hönnuðir úr ólíkum kimum bransans munu flytja erindi en þetta er viðburður sem enginn hönnuður eða sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.

Dagskrá fundar:

11:30 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
11:35 Heiðar Þór Jónsson, hönnuður hjá Brandenburg
12:05 Jóhanna Þorkelsdóttir, hönnuður hjá Hugsmiðjunni
12:35 Jón Frímansson, hönnuður hjá Slikk Studios
13:00 Formlegri dagskrá lokið

Fundarstjóri: Anna Signý Guðbjörnsdóttir stjórnaraðili hjá SVEF og sérfræðingur hjá TM Sofware.

 Nánar...

06.08.2017 21:13

Workshop með Remy Sharp þann 11.september á Hótel Natura Reykjavik

Workshop með Remy Sharp þann 11.september á Hótel Natura Reykjavik

Remy Sharp snýr aftur til Íslands og að þessu sinni mun hann halda heilsdags vinnustofu um "Mastering Browser Devtools". Á vinnustofunni mun hann fara yfir hvernig hægt er að nýta eiginleika þróunartólanna sem eru innbyggð í Chrome og Firefox til fulls.

Remy Sharp er hugbúnaðarsérfræðingur og afar vinsæll greinahöfundur og fyrirlesari. Hann hefur haldið úti fjölda ráðstefna og viðburða á sviði hugbúnaðar. Einnig er Remy eigandi og stofnandi fyrirtækisins Left Logic.

Skráning á: https://nvite.com/samtokvef/perx8x

Takmarkað sætaframboð.


Nánar...

10.06.2017 12:14

Ný stjórn SVEF kjörin á aðalfundi 30.maí síðastliðinn

Ný stjórn SVEF kjörin á aðalfundi 30.maí síðastliðinn

Aðalfundur SVEF var haldinn á dögunum, hefðbundin aðalfundarstörf ásamt erindi frá Pablo Santos vefhönnuði hjá Landsbankanum. Ný stjórn var kosin og voru léttar veitingar á boðstólnum.

Stjórn SVEF næsta starfsárið skipa þau:

Jonathan Gerlach, formaður stjórnar SVEF, hönnuður hjá Kolibri

Anna Signý Guðbjörnsdóttir, UX hönnuður hjá TM Software

Benedikt Valdes, hugvirki hjá Kolibri

Birgir Hrafn Birgisson, framkvæmdarstjóri Sendiráðsins

Hjalti Már Einarsson, markaðsstjóri Nordic Visitor

Ólafur Sverrir Kjartansson, forritari hjá Ueno

Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdarstjóri Hugsmiðjunnar

Nánar...

24.05.2017 12:14

Aðalfundur SVEF á Kexinu þriðjudaginn 30.maí

Aðalfundur SVEF á Kexinu þriðjudaginn 30.maí

Aðalfundur Samtaka Vefiðnaðarins verður haldinn þriðjudaginn 30.maí kl 18:00 á Kexinu, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík.
Léttar veitingar verða í boði á meðan birgðir endast.

Nánar...

16.05.2017 18:13

SVEF tríó-öryggi á vefnum

SVEF tríó-öryggi á vefnum

SVEF tríó - öryggi á vefnum - þann 24. maí næstkomandi.

Rýnt verður í málefni um öryggi gagna á vefnum og meðal annars fjallað um löggjöf í þeim efnum sem tekur gildi árið 2018. Einnig verður farið yfir tæknileg atriði sem skipta máli í meðferð gagna sem og hvaða gögn fólk er (ómeðvitað) að láta af hendi (t.a.m. til samfélagsmiðla) og hvernig þau gögn eru svo oftar en ekki notuð af þriðja aðila.

Þrír sérfræðingar munu flytja erindi á fundinum sem haldinn verður á Nauthóli frá kl 11:30-13:20.
Fundarstjóri SVEF tríósins verður Ólafur Sverrir Kjartansson forritari hjá ueno og stjórnaraðili SVEF.


Nánar...

26.04.2017 18:10

SVEF tríó - Greiðslur á vefnum

SVEF tríó - Greiðslur á vefnum

SVEF tríó - í hádeginu, miðvikudaginn þann 3. maí næstkomandi.
Að þessu sinni verða flutt erindi sem fjalla um greiðslur á vefnum. Rýnt verður í greiðslulausnir sem nýtast í vefiðnaðinum og fjallað um helstu áskoranir í þeim efnum.
Þrír sérfræðingar munu flytja erindi á fundinum sem haldinn verður á Nauthóli frá kl 11:30-13:20.
Fundarstjóri verður Markús Þorgeirsson verkefnastjóri Vefdeildar Landsbankans og formaður SVEF.


Nánar...

04.04.2017 09:58

SVEF tríó - viðhaldsvænir vefir þann 11.apríl á Nauthóli.

SVEF tríó - viðhaldsvænir vefir þann 11.apríl á Nauthóli.

SVEF tríó - Viðhaldanlegir vefir í hádeginu á þriðjudaginn næstkomandi þann 11.apríl, kl 11:30 á Nauthóli.

Á þessu fyrsta SVEF tríói vorsins verður tekin fyrir hugmyndafræðin á bak við viðhaldsvæna vefi (e.maintainable websites). Farið verður yfir hvernig fagfólk í vefiðnaði vinnur að því að smíða vefi og vefkerfi sem hugsuð eru til að nýtast til lengri tíma.
Þrír sérfræðingar halda erindi á fyrsta fundinum þann 11. apríl næstkomandi.
Miða má nálgast á: https://nvite.com/samtokvef/jjnq2y

Nánar...

21.03.2017 00:05

SVEF hittingur með Vitaly Friedman á fimmtudaginn næstkomandi.

SVEF hittingur með Vitaly Friedman á fimmtudaginn næstkomandi.

Vitaly Friedman verður með erindi á ráðstefnunni Sko á morgun föstudaginn 24.mars í Hörpunni, þar mun hann fjalla um best geymdu leyndarmálin um það hvernig má ná árangri í vefverslun (e.ecommerce). http://sko.ja.is/-
aðgangur ókeypis en takmarkað sætaframboð.
Vitaly ætlar að nota tækifærið þar sem að hann verður á landinu og segja okkur hjá SVEF frá nýlegri endurhönnun á Smashing Magzine á óformlegum hittingi í dag- fimmtudag eftir vinnu kl 18:00. Hittingurinn verður á Alda Hótel, Laugavegi 66.

Vitaly er sérfræðingur á sviði vefmála og hefur víðtæka reynslu í hönnun og vefþróun.

Nánar...

12.03.2017 23:56

SVEF hittingur á Kexinu!

SVEF hittingur á Kexinu!

SVEF hittingur verður á miðvikudaginn þann 15.mars kl 18:00.

Nokkur fyrirtæki í vefiðnaðinum verða með stuttar kynningar á starfsemi sinni. Hittingurinn er hugsaður fyrir þá sem vilja kynna sér hvað er að frétta í vefgeiranum og styrkja tengslanet sitt.
Nemendur eru sérstaklega velkomnir og er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér hvað fyrirtæki eru að vinna með þessa dagana. Léttar veitingar (lesist: bjór) verða á boðstólnum á meðan að birgðir endast.

Dagskrá hefst kl 18:00


TM software
Landsbankinn
Sendiráðið

Nánar...

19.02.2017 23:50

Hvernig verður verðlaunavefur til?

Hvernig verður verðlaunavefur til?

Hvernig verður verðlaunavefur til?

-Hægt verður að komast að því á þriðjudaginn 21.feb á Kexinu, fulltrúar sigurvegara í þremur flokkum Íslensku vefverðlaunanna 2016 halda erindi um verkefna ferlið frá hugmynd að framkvæmd.
Frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið og hlera góð verkefni.
Tilboð á barnum fyrir SVEFara og vini. Dagskráin hefst kl 17:30.

Nánar...

28.01.2017 12:03

Úrslit Íslensku vefverðlaunanna!

Úrslit Íslensku vefverðlaunanna!

Íslensku Vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpunnar í gærkvöldi.

Hátt í fimmhundruð gestir mættu til að taka þátt í hátíðinni og fagna góðum árangri á síðasta starfsári með því að veita verðlaun í hinum ýmsum flokkum.

Meðal sigurvegara að þessu sinni var vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem var valinn Vefur ársins 2016, Sjóvá sigraði í flokki stærri fyrirtækja. Tix.is fékk verðlaun fyrir bestu vefverslunina og fitsuccess.is í flokki vefkerfa.

Mikil gróska er í vefiðnaðinum og má það best sjá á því hve vel unnir og vandaðir vefir eru framleiddir á Íslandi í dag. Sigurvegarar kvöldsins eru vel að verðlaununum komnir og óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

Nánar...

24.01.2017 10:02

Íslensku vefverðlaunin haldin hátíðleg á föstudaginn í Silfurbergi Hörpu!

Íslensku vefverðlaunin haldin hátíðleg á föstudaginn í Silfurbergi Hörpu!

Á föstudaginn 27.janúar verða Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2016 veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpunnar.

Húsið opnar kl 17:30 og er athöfnin öllum opin og vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í gleðinni.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Nánar...

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb