Fréttir og tilkynningar

16.09.2008 17:43

Aðalfundur SVEF

Aðalfundur SVEF verður haldinn fimmtudaginn 9. október næstkomandi kl. 17:15 Stjórn SVEF hvetur alla félagsmenn til að mæta og alla áhugasama til að bjóða sig fram í stjórn.Nánar...

16.07.2008 14:04

Iceweb 2008 - Undirbúningur í fullum gangi

SVEF stendur fyrir veglegri, alþjóðlegri ráðstefnu um vefmál 12-14 nóvember næstkomandi. Um er að ræða tveggja daga ráðstefnu þann 13. og 14. nóg en einnig verða í boði hálfs dags námskeið (workshop) þann 12. nóv.Nánar...

15.05.2008 23:19

Ráðstefna SKÝ og SVEF: Árangursrík vefstjórnun

SKÝ í samstarfi við Samtök vefiðnaðarins, SVEF, standa fyrir ráðstefnu undir heitinu Árangursrík vefstjórnun þriðjudaginn 20. maí kl. 13:00-16:15 á Grand Hótel. Á ráðstefnunni verður reynt að varpa ljósi á hvernig reka á vefverkefni með árangursríkum hætti og horft sérstaklega til þeirra auðlinda sem stjórnendur vefverkefna hafa að spila úr t.d. mannafla og fjármagni og þeirra aðferða sem best nýtast við þróun og rekstur. Nánar...

14.04.2008 11:09

Náðu árangri á netinu! Tilboð fyrir SVEF félaga

Félagar í SVEF fá 10.000kr afslátt á námskeið Hjartar Smárasonar "Náðu árangri á netinu!". Nánar...

08.03.2008 21:57

SVEF bjórkvöld - 13. mars

Næstkomandi fimmtudag, þann 13. mars stendur SVEF fyrir einu af sínum víðfrægu bjórkvöldum. Staðurinn er Bertelstofa á Thorvaldsen við Austurstræti 8-10. Húsið opnar kl. 20.30. Nánar...

05.03.2008 21:41

Næsta "bjórkvöld" SVEF Fimmtudagskvöldið 13. mars

Næsti hittingur á vegum SVEF verður haldinn fimmtudaginn 13. mars næstkomandi í Bertelstofu á Thorvaldsen bar í Austurstræti. Að venju hefst fyrsta framsaga kl. 20:30. Umræðuefnið er tengt leitarvélum og leitarvélabestun en nánari upplýsingar verða birtar hér á svefnum þegar nær dregur. Skemmtilegir framsögumenn hafa nú þegar staðfest þátttöku sína og öruggt að félagsmenn SVEF eiga fyrir höndum skemmtilegt kvöld.Nánar...

01.02.2008 22:28

Íslensku vefverðlaunin 2007 - Úrslit

1. febrúar voru Íslensku vefverðlaunin 2007 veitt á Hótel Sögu að lokinni vel heppnaðri vefráðstefnu SVEF. Yfir eitthundrað vefir voru tilnefndir til þátttöku og veitt voru verðlaun og viðurkenningar í alls átta flokkum.Nánar...

28.01.2008 12:35

Ráðstefna um vefmál - 1. febrúar

Föstudaginn 1. febrúar nk verða Íslensku vefverðlaunin 2007 veitt í áttunda sinn. Í tilefni af því standa Samtök vefiðnaðarins fyrir stuttri vefráðstefnu. Ráðstefnan hefst kl. 15 og stendur til kl. 17, en þá hefst eiginleg verðlaunaafhending. Ráðstefnan og verðlaunaafhendingin fara fram á Hótel Sögu.Nánar...

26.01.2008 12:18

Vefir í úrslitum Vefverðlaunanna 2007

SVEF kynnir þá vefi sem dómnefnd Vefverðlaunanna 2007 hefur valið til úrslita í hverjum flokki. Vefverðlaunin 2007 verða veitt á Hótel Sögu 1. febrúar næstkomandi og hefst dagskráin með hanastéli kl. 17:00. Fyrr um daginn standa Samtök vefiðnaðarins fyrir ráðstefnu um vefmál þar sem úrval innlendra og erlendra fyrirlesara munu halda erindi og sitja fyrir svörum. Nánar...

25.01.2008 11:05

Útnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2007 kunngjörðar 26. janúar

Útnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2007 verða tilkynntar laugardaginn 26. janúar. Dómnefnd Vefverðlaunanna 2007 vinnur nú hörðum höndum að því að skera úr um það hvaða vefir sem tilnefndir voru fyrir 18. janúar verði útnefndir. Alls verða fimm vefir útnefndir í hverjum flokki. Nánar...

18.01.2008 12:02

Íslensku vefverðlaunin 2007: Fresturinn til að tilnefna vefi rennur út í dag

Fresturinn til að skila inn tilnefningum til Íslensku vefverðlaunanna 2007 rennur út í dag! Hægt er að tilnefna vefi í sex flokka og munu fimm vefir í hverjum flokki verða útnefndir þann 26. janúar nk. Verðlaunaafhendingin sjálf mun svo fara fram á Hótel Sögu þann 1.febrúar nk.Nánar...

17.01.2008 15:42

Dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna 2007

Í desember óskaði stjórn SVEF eftir tilnefningum í dómnefnd Íslensku vefverðlaunnanna 2007 og fjöldi tilnefninga barst. Stjórn SVEF hefur nú ráðið ráðum sínum og valið þá einstaklinga sem hún treystir best til þess að sinna dómnefndarstörfum að þessu sinni. Stjórnin vill jafnframt þakka öllum þeim sem voru tilnefndir og þeim sem sendu inn tilnefningar kærlega fyrir. Nánar...

17.01.2008 15:31

Hönnunarsamkeppni um nýtt Logo fyrir SVEF

Síðasta stjórn SVEF efndi til hönnunarsamkeppni um nýtt logo fyrir SVEF. Núverandi stjórn SVEF langar til að þakka þeim aðilum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna en því miður sjáum við okkur ekki fært að nýta neina af þeim tillögum sem bárust í keppnina.Nánar...

02.01.2008 16:43

Íslensku vefverðlaunin 2007

Samtök vefiðnaðarins hafa opnað fyrir tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2007 sem fara munu fram í byrjun febrúar 2008. Að þessu sinni verða veitt verðlaun í sex flokkum auk þess sem sérstök verðlaun verða veitt fyrir Besta íslenska vefinn 2007 og Bjartasta vonin 2007. Nánar...

27.12.2007 10:59

Tilnefningar í "vefakademíuna" - Dómnefnd vefverðlaunanna 2007

Stjórn SVEF hvetur þá sem hafa sérfræðiþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum, eða vita af slíkum einstaklingum, til að senda inn tilnefningar í dómnefnd Vefverðlaunanna 2007. Nánar...

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb