Fréttir og tilkynningar

25.01.2008 11:05

Útnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2007 kunngjörðar 26. janúar

Útnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2007 verða tilkynntar laugardaginn 26. janúar. Dómnefnd Vefverðlaunanna 2007 vinnur nú hörðum höndum að því að skera úr um það hvaða vefir sem tilnefndir voru fyrir 18. janúar verði útnefndir. Alls verða fimm vefir útnefndir í hverjum flokki. Nánar...

18.01.2008 12:02

Íslensku vefverðlaunin 2007: Fresturinn til að tilnefna vefi rennur út í dag

Fresturinn til að skila inn tilnefningum til Íslensku vefverðlaunanna 2007 rennur út í dag! Hægt er að tilnefna vefi í sex flokka og munu fimm vefir í hverjum flokki verða útnefndir þann 26. janúar nk. Verðlaunaafhendingin sjálf mun svo fara fram á Hótel Sögu þann 1.febrúar nk.Nánar...

17.01.2008 15:42

Dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna 2007

Í desember óskaði stjórn SVEF eftir tilnefningum í dómnefnd Íslensku vefverðlaunnanna 2007 og fjöldi tilnefninga barst. Stjórn SVEF hefur nú ráðið ráðum sínum og valið þá einstaklinga sem hún treystir best til þess að sinna dómnefndarstörfum að þessu sinni. Stjórnin vill jafnframt þakka öllum þeim sem voru tilnefndir og þeim sem sendu inn tilnefningar kærlega fyrir. Nánar...

17.01.2008 15:31

Hönnunarsamkeppni um nýtt Logo fyrir SVEF

Síðasta stjórn SVEF efndi til hönnunarsamkeppni um nýtt logo fyrir SVEF. Núverandi stjórn SVEF langar til að þakka þeim aðilum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna en því miður sjáum við okkur ekki fært að nýta neina af þeim tillögum sem bárust í keppnina.Nánar...

02.01.2008 16:43

Íslensku vefverðlaunin 2007

Samtök vefiðnaðarins hafa opnað fyrir tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2007 sem fara munu fram í byrjun febrúar 2008. Að þessu sinni verða veitt verðlaun í sex flokkum auk þess sem sérstök verðlaun verða veitt fyrir Besta íslenska vefinn 2007 og Bjartasta vonin 2007. Nánar...

27.12.2007 10:59

Tilnefningar í "vefakademíuna" - Dómnefnd vefverðlaunanna 2007

Stjórn SVEF hvetur þá sem hafa sérfræðiþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum, eða vita af slíkum einstaklingum, til að senda inn tilnefningar í dómnefnd Vefverðlaunanna 2007. Nánar...

01.11.2007 04:16

Microformats* - 15. nóvember næstkomandi

Annar viðburður nýs starfsárs verður fimmtudagskvöldið 15. nóvember næstkomandi í Bertelsstofu á Thorvaldsen kl. 20. Umræðuefnið kvöldsins er Microformats* og framsögumenn verða helstu sérfræðingar landsins um málefnið.Nánar...

01.11.2007 04:14

Starfsárið 2007 - 2008

Aðalfundur Samtaka Vefiðnaðarins SVEF var haldinn fimmtudaginn 13.sept síðastliðinn í höfuðstöðvum Glitnis og var hann vel sóttur. Á fundinum var farið yfir starfsemi og reikninga félagsins undanfarið starfsár og kjörin ný stjórn fyrir næsta starfsár. Nánar...

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb