Fréttir og tilkynningar

14.12.2016 00:56

Íslensku vefverðlaunin 2016

Íslensku vefverðlaunin 2016

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins og eru haldin með það að markmiði að verðlauna fyrirtæki og einstaklinga sem hafa skarað fram úr við gerð efnis fyrir vef og stafræna miðla.

Verðlaunin verða með glæsilegasta móti og verður ráðstefnan IceWeb haldin sama dag þann 27.janúar 2017. Nú í ár eru 10 ár frá því að þessi alþjóðlega ráðstefna um vefmál var haldin í fyrsta skipti á Íslandi.

Takið daginn og kvöldið frá!

Nánar...

20.12.2016 00:54

Opið fyrir tillögur í dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna 2016

Opið er nú fyrir tillögur í dómnefndina og við hvetjum ykkur til þess að hafa áhrif og senda inn nöfn þeirra aðila sem myndu vinna verkið vel að ykkar mati.

Dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna samanstendur hverju sinni af fagaðilum úr vef geiranum sem koma úr ólíkum áttum innan hans og hafa með sér þekkingu og reynslu sem nýtist til þess að velja verðlaunavefi ársins 2016!

Sendu inn tillögur í dómnefnd fyrir Íslensku vefverðlaunin 2016!

Nánar...

04.12.2016 23:36

Ráðstefnan IceWeb 27.janúar 2017

Ráðstefnan IceWeb 27.janúar 2017

Ráðstefnan IceWeb verður haldin þann 27.janúar 2017 í Hörpu en nú eru 10 ár frá því að þessi alþjóðlega ráðstefna um vefmál var haldin fyrst á Íslandi. Að venju verða þekktir erlendir sérfræðingar fluttir inn til að halda erindi ásamt góðkunnum innlendum fyrirlesurum. Einnig verður boðið upp á vinnustofur daginn áður þar sem hægt verður að kafa dýpra í málefnin sem fjallað verður um.

Nánar...

02.12.2016 00:02

SVEF bíó á miðvikudaginn þann 7.des kl 17:30

SVEF bíó á miðvikudaginn þann 7.des kl 17:30

Sýnd verður vönduð heimildarmynd frá Invision-Design Disruptors. Myndin segir frá því hvernig mikilvægi nútímahönnunar hefur aukist og veitir magnaða innsýn í aðferðafræði og vinnuflæði nokkurra þekktustu hönnuða heims á sviði stafrænnar hönnunar.

Happy hour á barnum og frábær jólastemning.
Sérstakar þakkir fær UENO fyrir veittan stuðning við SVEF bíó!

Skráning og miðakaup á: https://nvite.com/DesignDisruptors/c207

Nánar...

20.11.2016 21:44

Forritarinn verður í fókus á næsta SVEF tríói þriðjudaginn 22.nóvember

Forritarinn verður í fókus á næsta SVEF tríói þriðjudaginn 22.nóvember

Spennandi dagskrá liggur fyrir á SVEF tríó Forritarans næsta þriðjudag. Þrír valinkunnir forritarar halda erindi.

Eva Dögg Steingrímsdóttir forritari hjá OZ mun fjalla um hvernig React og React Native hafa nýst í verkefnum síðustu missera.

Már Örlygsson forritari hjá Hugsmiðjunni ætlar að ræða CSS frá ýmsum sjónarhornum og gefa okkur innsýn í hvernig hann hefur unnið með það í sínum verkefnum.

Arnar Páll Birgisson forritari hjá vefdeild Landsbankans tekur snúning á TypeScript sem sagt að sé gagnlegt hverjum forritara sem kýs að nota ofan á JavaScript.

Sem sagt áhugaverð og fróðleg dagskrá sem fagfólk í vefiðnaðinum á Íslandi ætti ekki að missa af.

Nánar...

01.11.2016 19:26

SVEF tríó, hádegisfundur þann 8.nóvember á Nauthóli.

SVEF tríó, hádegisfundur þann 8.nóvember á Nauthóli.

SVEF tríó er fyrirlestrarröð á vegum Samtaka vefiðnaðarins og hefur göngu sína þriðjudaginn 8.nóvember. Fyrirlestrarröðin miðar af því að taka kjarnastarf vefmála fyrir með skipulögðum hætti þar sem að fagfólk í vefiðnaðinum kemur saman og miðlar af þekkingu sinni og reynslu.

Fyrsti fundur af þremur mun fjalla um hönnuðinn og verkefni hans.
Næstu fyrirlestrar munu taka fyrir Forritarann og Verkefnastjórann. Þrír sérfræðingar að sunnan munu halda erindi á hverjum fyrirlestrarfundi SVEF tríó. Um er að ræða hádegisviðburði þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða.

Nánar...

13.09.2016 19:21

SVEF hittingur á KEX næstkomandi þriðjudagskvöld!

SVEF hittingur á KEX næstkomandi þriðjudagskvöld!

SVEF býður til hittings þriðjudaginn 20. september á KEX kl 17:30.

Kynnt verða nokkur áhugaverð verkefni og auðvitað happy hour á barnum.

Allir velkomir! Frítt inn.

Á dagskrá verða eftirfarandi kynningar:

Ása Steinarsdóttir, Erlingur Kr Ævarr Hjörleifsson og Guðmundur Auðunsson munu kynna „Minjakort“ sem þau unnu í samstarfi við Minjastofnun Íslands.

Hafdís Erla Helgadóttir, Svanhvít Jónsdóttir og Andri Már Sigurðsson munu kynna „Virtual General Game Playing Agent“ sem þau unnu í samstarfi við CADIA. Handleiðsla verkefnisins var á vegum CADIA: Stephan Schiffel og Hannes Högni Vilhjálmsson

Nánar...

28.09.2016 19:07

Rafrænar undirskriftir-framtíðarsýn, umræðuefni hádegisverðarfundar SVEF þann 5.október.

Rafrænar undirskriftir-framtíðarsýn, umræðuefni hádegisverðarfundar SVEF þann 5.október.

Komið er að fyrsta hádegisverðarfundi (eða morgunverðarfundi fyrir B-fólk) sem SVEF mun halda í vetur. Fundurinn fer fram á Nauthóli og hefst kl 11:30, en rukkað verður hóflegt gjald til að dekka kostnað og veitingar. Nálgast má miðasölu hér: http://svef.is/vidburdir/rafraenar-undirskriftir/

Varpað verður ljósi á þá öru þróun sem hefur orðið í hugbúnaði sem tengist rafrænum undirskriftum. Forvitnilegt er að sjá hvar íslensk hugbúnaðarþróun stendur gagnvart Evrópskri og Bandarískri í þeim efnum. Fyrirlesarar fundarins spá fyrir um hver sé möguleg framtíð rafrænna undirskrifta og hver ávinningur tækninnar gæti orðið.

Nánar...

17.08.2016 23:53

Heilsdagsvinnustofur með Brian Holt frá Netflix og Vitaly Friedman frá Smashing Magazine

Um tvær vinnustofur eru að ræða en við erum svo heppin að hafa fengið Brian Holt frá Netflix og Vitaly Friedman frá Smashing Magazine til að stýra þeim. Þeir eru báðir þekktir sem sérfræðingar á sínu sviði og erum við gríðarlega heppin að fá þá til landsins.

Hver vinnustofa er heill dagur og fyrir SVEF félaga er 20% afsláttur af heildarverði miða.

Vinnustofurnar verða haldnar á miðvikudaginn þann 24.ágúst á Icelandair Hótel Natura. Hægt að bóka miða fram á mánudag 22.ágúst.

Nánar...

08.03.2016 15:38

JSConf á Íslandi 25 og 26 Ágúst

JSConf á Íslandi 25 og 26 Ágúst

JSConf verður haldin á Íslandi 25 og 26 Ágúst og í samstarfi við SVEF verður workshop haldið á þessum tíma. Við hvetjum flesta til þess að skrá sig og tryggja sér miða.

https://2016.jsconf.is/

Nánar...

30.01.2016 15:14

Tix.is valinn vefur ársins 2015

Tix.is valinn vefur ársins 2015

Íslensku vefverðlaunin 2015 voru afhent í gær við hátíðlega athöfn. Hátt í 200 vefir og snjallforrit voru tilnefnd og voru verðlaun veitt í 15 mismunandi flokkum. Íslensku vefverðlaunin hafa verið haldin á hverju ári frá árinu 2000 og er markmið þeirra að verðlauna þá sem vinna góða vinnu innan vefiðnaðarins og upphefja þau góðu verkefni sem eru unnin.

Nánar...

21.01.2016 22:31

Búið er að birta úrslit topp fimm í hverjum flokki til Íslensku Vefverðlaunanna!

Dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna 2015 hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur og hefur nú skilað niðurstöðum um tilnefningar til topp fimm úrslita í hverjum flokki.

Spennan magnast fyrir verðlaunahátíðinni og verður vandað til verka á allan hátt. Kvöldið hefst í Gamla Bíó kl 17:00, þar sem verðlaunaafhendingin fer fram. Húsið opnar kl.16:30, endilega mætið tímanlega og tryggið ykkur sæti. Léttar veitingar verða í boði á hátíðinni.

Að lokinni verðlaunahátíðinni, verður haldið í Eftirpartý, að Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. DJ Margeir mun þeyta skífum, léttir réttir verða í boði sem og fljótandi veigar eins lengi og birgðir endast. Allir velkomnir!

Nánar...

14.01.2016 09:06

Íslensku vefverðlaunin 2015

Verðlaunahátíð Íslensku vefverðlaunanna verður haldin í Gamla Bíó þann 29.janúar næstkomandi, kl 17! Veitt verða verðlaun í 15 flokkum og var metþátttaka þetta árið. Við sjáum fram á spennandi kvöld og mikla skemmtun. Hugleikur Dagsson óskabarn Íslands verður kynnir kvöldsins. Eftir hátíðina verður boðið upp á léttar veitingar og glymrandi fína tónlist. Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í gleðinni.

Nánar...

14.12.2015 15:10

Frestur til að senda inn tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna framlengdur!

Frestur til að senda inn tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna framlengdur!

Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að lengja frestinn til þess að senda inn tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2015. Opið verður fyrir tilnefningar til og með 23.desember næstkomandi, hægt verður að senda inn tilnefningar til miðnættis þann dag.

Íslensku vefverðlaunin verða svo afhent við hátíðlega athöfn þann 29.janúar 2016.

Nánar...

14.12.2015 12:46

SVEF & JavaScript saman í eina jólasæng!

SVEF & JavaScript jólahittingur á morgun þriðjudaginn 15.des. kl 17:00 á Bryggjan Brugghús!

-Netárásir og vef-öryggi-

Undanfarin misseri hefur aukinn fjöldi netárása herjað á íslenska vefi. 
Af hverju voru árásirnar framkvæmdar, hvernig voru þær útfærðar og var viðbragðsáætlunum framfylgt?

Ótrúlega áhugverð og þörf umræða sem snertir alla sem koma að vefmálum. Farið verður í árásirnar á öllum stigum.
Tekið verður á öllum snertiflötum í stuttum fyrirlestrum, allt frá ástæðu árásanna niður í hvernig þær voru útfærðar tæknilega.

Hvernig kemst árásarmaður yfir netsvæði og hverjar eru líkurnar að það takist? - Ragnar Sigurðsson frá AwareGo (http://awarego.is)

Hvernig eru netárásir framkvæmdar? - Charlie frá Syndis (http://syndis.is)

Viðbragðsáætlun netárása - Arnar Gunnarsson frá Hugsmiðjunni (http://hugsmidjan.is)

Fljótandi veigar verða í boði á meðan birgðir endast en svo taka við glimrandi jólatilboð á barnum fram eftir kvöldi.

Hlökkum til að sjá ykkur í jólafíling!

Nánar...

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb