Lög SVEF

1. gr.
Félagið heitir Samtök vefiðnaðarins, SVEF

2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík

3. gr.
Tilgangur félagsins er að sameina alla sem vinna að vefmálum í víðum skilningi á Íslandi, hvetja þá til að miðla af þekkingu sinni og vera andlit stéttarinnar út á við.

4. gr.
Hlutverk félagsins er að

 • standa að Íslensku vefverðlaununum á ári hverju
 • skapa vettvang fyrir faglega umræðu, fróðleik og tengsl milli félagsmanna
 • standa að reglulegum hádegis - og morgunfundum fyrir félagsmenn

5. gr.
Rétt til inngöngu í félagið hafa allir þeir sem starfa við eða hafa áhuga á vefsmíði, -viðhaldi, -forritun, -markaðssetningu og -hönnun.

6. gr.

 • Stjórn félagsins skal skipuð félagsmönnum þ.e. formanni og sex meðstjórnendum.
 • Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn og ganga úr stjórninni á víxl, en formaður er kosinn árlega á aðalfundi.
 • Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og kýs varaformann, ritara, gjaldkera og skipar í önnur embætti. Falli atkvæði jöfn á stjórnarfundum ræður atkvæði formanns. Tillögur um stjórnarmenn skulu sendar stjórninni eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.
 • Stjórnin ræður framkvæmdastjóra og hefur eftirlit með störfum hans. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stjórnun félagsins, daglegum rekstri og eftirfylgni, þ.m.t. fjármálum gagnvart stjórn. Firmaritun félagsins er í höndum stjórnar.

7. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. maí ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram
 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
 4. Lagabreytingar
 5. Ákvörðun félagsgjalds
 6. Kosning stjórnar
 7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
 8. Önnur mál

8. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi.

9. gr.
Árgjald félagsins er ákvarðað á aðalfundi að tillögu stjórnar, það skal vera hóflegt og innheimt árlega.

10. gr.
Rekstarafgangi félagsins skal varið til að efla starfsemi félagsins.

11. gr.
Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til góðgerðarmála.

*Samþykkt á aðalfundi SVEF, 27. maí 2015

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb