Aðalfundur Svef fimmtudaginn 22.maí klukkan 16:30 - Staðsetning verður auglýst síðar
Forritarar, vefarar, hönnuðir, lögfræðingar, UX hönnuðir, ráðgjafar... og öll. Við eigum kannski ekki okkar eigið „Batman" merki til að varpa upp í himininn. En aðalfundurinn er hér um bil það sama. Framboð til stjórnar skulu berast á [email protected].
Í SVEF eru:
Félagsmenn SVEF eru um 370 talsins en og koma úr ýmsum sviðum vefheimanna. Skráning í félagið er opin öllum og félagsgjaldinu er stillt í hóf, enda er markmið SVEF ekki að skila hagnaði. Félagsgjöldin eru m.a. notuð til þess að fjármagna Íslensku vefverðlaunin, ráðstefnur og aðra skemmtilega viðburði. Slástu í hópinn!
Viðburðir á dagskrá 2025
SVEF hefur það markmið að miðla þekkingar innan vébanda vefiðnaðarins og stendur fyrir morgunverðar- og hádegisfundum þar sem aðilar úr vefgeiranum halda erindi um ýmis mál. Einnig eru haldin heldur óformlegri SVEF kvöld til að hittast og styrkja tengslanetið. SVEF stendur fyrir IceWeb ráðstefnunni og auðvitað Íslensku vefverðlaununum.
Íslensku vefverðlaunin 2024
Klúðurkvöld
Vinnustofa Kjarval
Styrktaraðilar SVEF
SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!

