Föstudaginn 31. mars mun vef- og tækniiðnaðurinn á Íslandi fagna vel unnum störfum á síðasta ári og verðlaunar þau verkefni sem þykja hafa skarað fram úr. Að því loknu sleppum við fram af okkur beislinu, tölum bransa, förum á trúnó og dönsum við taktfasta tóna DJ Berndsen fram eftir kvöldi. Kynnar kvöldsins verða engir aðrir en þau Eygló Hilmarsdóttir og Vilhelm Þór Neto (Villi Neto). Þessir frábæru grínhöfundar og leikarar eru orðin þjóðþekkt og lofum við gleði og góðum fíling á hátíðinni sjálfri.
Miðasala fer fram á tix. Smelltu hér til að opna miðasöluvef.
Gleðin hefst kl 19:00 með freyðivíni og gómsætum smáréttum. Dagskrá hefst kl 20 og mun standa til 22. Eftir afhendingu verðlauna hefst partý-ið þar sem DJ Berndsen spilar fram eftir kvöldi og skemmtir fólki með góðum tónum sem fær það til að vilja dilla mjöðmunum.
Athugið að takmarkaður fjöldi miða er í boði og því hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst.
Kostnaður
Það er frítt inn á Íslensku vefverðlaunin fyrir meðlimi SVEF en þeir þurfa samt sem áður að fara í gegnum kaupferlið á Tix til að fá miða. Ef miði er keyptur á “meðlimaverði” og viðkomandi er ekki meðlimur SVEF verður viðkomandi skráður í félagið og rukkaður um árgjald (17.900 kr.).
Almennt miðaverð er 11.900 kr. og verð fyrir námsmenn er 7.900 kr.
Hópar
Hægt verður að bóka hringborð fyrir stærri hópa. Í boði eru tvenns konar borð.
10 manna flöskuborð er á 60.000 kr.
- Innifalið í verði eru tvær rauðvínsflöskur, ein hvítvínsflaska og 10 bjórar
7 manna flöskuborð er á 40.000 kr.
- Innifalið í verði er ein rauðvínsflaska, ein hvítvínsflaska og sjö bjórar
Til að panta borð fyrir hópa skal senda póst á [email protected] með subjectinu #borðapöntun. Nauðsynlegt er taka fram: Fyrirtæki / kt., fjöldi borða og símanúmer tengiliðs. Athugið að fjöldi borða er takmarkaður og því gildir reglan “fyrstur kemur fyrstur fær”.
Flokkar
Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2022 verða veitt í 13 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vef- og tækniiðnaðurinn á Íslandi kemur að.
Veitt eru verðlaun fyrir eftirfarandi flokka:
- App ársins
- Efnis- og fréttaveita ársins
- Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki)
- Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)
- Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)
- Gæluverkefni ársins
- Opinberi vefur ársins
- Samfélagsvefur ársins
- Markaðsvefur ársins
- Söluvefur ársins
- Stafræn lausn ársins
- Tæknilausn ársins
- Vefkerfi ársins
Dómnefnd veitir þar að auki verðlaun fyrir verkefni ársins, hönnun og viðmót ársins og viðurkenningu fyrir gott aðgengi á vef. Þau verðlaun eru veitt verkefnum sem dómnefnd telur hafa skarað fram úr öðrum verkefnum.