Kæru vinir!
Okkur í stjórninni langar að ná öllum saman áður en jólastressið fer að kikka inn. Við ætlum að kynna fyrir ykkur það sem við erum búin að vera að gera síðan við tókum við í haust.
Þar ber helst að nefna ýmsar hliðar rekstrarins, fyrirkomulag á aðild og viðburðum, og markmið og ásýnd samtakanna með það að leiðarljósi að lyfta starfinu upp á hærra plan, fræðast meira af hvoru öðru, og hafa oftar gaman saman.
Okkur langar að kynna afrakstur þessarar vinnu, kynna nýtt SVEF, dagskrá vetrarins og stóra SVEF daginn sem verður haldinn þann 15.mars á næsta ári. Það væri gaman að heyra ykkar hugmyndir um starf og hlutverk SVEF og þess vegna langar okkur að sjá ykkur sem flest.
Boðið verður upp á létta drykki og góða stemmingu.