Hvar? Online (tilkynnt síðar)
Hvenær? 11. mars frá 12:00 – 14:30
Miðasala á https://tix.is/is/event/12806/iceweb-ra-stefnan-2022/
Þann 11. mars nk. mun SVEF standa fyrir Iceweb vefráðstefnunni sem haldin verður í tengslum við Íslensku vefverðlaunin. Ráðstefnan verður send út sem online fundur að þessu sinni og hefst kl 12:00 og lýkur 14:30. Einvala lið fyrirlesara mun halda erindi þetta árið.
Miðaverð (miðasala á tix.is)
– SVEF meðlimir: 4.900- Almennt: 7.900
Einnig geta fyrirtæki keypt aðgang:
– Fyrirtæki – lítil deild (2-10): 24.900
– Fyrirtæki – miðlungs deild (11-30): 44.900
– Fyrirtæki – stór deild (30+): 64.900
Dagskrá og erindi
12:00 Að brjóta upp arfleifð – dreifð kerfi, smáþjónustur og skeytadrifin samskipti.- Berglind Rós Guðmundsdóttir Technical Lead hjá CCP
Í erindinu mun Berglind segja frá reynslu sinni af því að brjóta upp eldri kerfi og færa tæknihögun í átt að smáþjónustum og skeytadrifnum samskiptum.Berglind hefur unnið við hugbúnaðarþróun í rúm 25 ár og hefur starfað hjá leikjafyrirtækinu CCP nærri helming þess tíma. Þar hefur hún verið í ýmsum hlutverkum, nú síðustu ár sem Technical Lead í teymi sem sér um þróun og rekstur á sölu- og greiðslukerfum fyrir stærstu vöru fyrirtækisins, fjölspilunarleikinn EVE Online.
12:30 Valdefling í vöruþróun- Valur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Taktikal
Valur mun fjalla um 5 leiðir til þess að valdefla starfsfólk til að vera virkir þátttakendur í vöruþróun og nýsköpun innan fyrirtækisins.Valur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Taktikal. Hann er með gráðu í rafrænum viðskiptum frá Tietgen Business College í Danmörku ásamt námi í nýsköpun og viðskiptaþróun í Háskólanum í Reykjavík. Valur hefur í gegnum árin starfað sem viðmótshönnuður og sérfræðingur í stafrænni vöruþróun, en Valur starfaði sem þróunarstjóri hjá Íslandsbanka fram að stofnun Taktikal árið 2017.
13:00 Leitarvélabestun – hin fullkomna jafnvægislist notendaupplifunar, forritunar og efnis- Arnar Gísli Hinriksson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Digido
SEO eða leitarvélabestun er ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta grein sem til er. Hún snertir á fjölmörgum þáttum, notendaupplifun, forritun, efnisvinnu, almannatengsl og síðast en ekki síst markaðssetning – en er samt bara vefmál í grunninn. Arnar mun fjalla um helstu strauma og stefnur í leitarvélabestun, framtíðarhorfur og gryfjur sem við erum enn að falla í.Arnar hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðan 2010 hjá Kansas, Skapalón, CCP, WOW air og er annar eigenda Digido. Vef og markaðsmál hafa ætíð átt hug hans og hjarta með sérstaka áherslu á leitarvélar.
13:30 Te eða kaffi? – Fortíð, samtíð og nánasta framtíð stafrænnar hönnunar- Guðmundur Bjarni Sigurðsson, hönnunarstjóri hjá Júní
Samtíðin er eini tímapunkturinn sem við mannfólkið getum rifjað upp fortíð, horft til framtíðar og tengt saman fortíð og framtíð. Gummisig fjallar undir áhrifum núvitundar um fortíð, samtíð og nánustu framtíð stafrænnar hönnunar. Litið verður stuttlega yfir minningabraut stafrænnar hönnunar, hvaða áhrif eru ríkjandi í dag og hvernig leiðir þessi stutta arfleifð okkar til glæstrar framtíðar í stafrænum raunheim.Gummi Sig hefur frá árinu 2006 hannað hinar ýmsu stafrænu vörur við góðan orðstír. Árið 2010 stofnaði hann hönnunarstofuna Kosmos & Kaos sem nýverið sameinaðist ráðgjafafyrirtækinu Parallel undir heitinu Júní og er Gummi þar hönnunarstjóri og einn eigenda í dag. Júní, eins og Gummi, hefur framúrstefnulegan hönnunarfókus, ásamt því að búa yfir öflugu ráðgjafa- og forritunarteymi.
14:00 Besti vinnustaður í heimi?- Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir CHRO hjá Rafal
Hvað geta fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum gert til að lokka til sín besta fólkið, boðið upp á framúrskarandi móttöku á nýju starfsfólki og viðhaldið starfsánægju, framúrskarandi frammistöðu, retention og lærdómsmenningu?Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir er CHRO hjá Rafal og stofnandi Orgz (organizational coaching) og hefur víðtæka reynsla af HR stjórnun í STEM (Science, Technology, Engineering & Maths) fyrirtækjum. Ingibjörg er Agile leiðtogi og Agile HR þjálfi sem og fyrirlesari í fyrirtækjamenningu, sálfræðilegu öryggi, hvatningu og fyrirtækjagildum. Ástríða Ingibjargar er að styrkja fólk, teymi og fyrirtæki til að verða sterkari, hraðari og árangursríkari á sjálfbæran hátt