fbpx

IceWeb og Íslensku vefverðlaunin 26. janúar 2018

Íslensku vefverðlaunin verða haldin föstudaginn 26. janúar í Silfurbergi Hörpu. Gleðin byrjar með fordrykk og léttum veitingum kl. 17.30 en verðlaunaafhendingin hefst stundvíslega kl. 18.

Í ár er nauðsynlegt að skrá sig á verðlaunaafhendinguna! Allir félagar í SVEF fá frítt inn að vanda. Aðrir þurfa að borga 4.900 kr. til að mæta kostnaði.

IceWeb ráðstefnan verður haldin sama dag í Hörpu frá kl. 13-17. Við hvetjum alla unnendur vefmála sem ætla að mæta á #iceweb2018 til að skrá sig sem fyrst á ráðstefnuna.

Um gríðarlega flottan og fjölhæfan hóp er að ræða sem mun fjalla m.a. um UX, vefforritun, vefhönnun, aðgengismál, o.fl. Þetta er ráðstefna sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.

  • Almennt verð 16.990 kr.
  • Verð fyrir félagsmenn SVEF 12.990 kr.
  • Sérstakt verð fyrir nema og þá sem eru utan vinnumarkaðar 4.990 kr.