fbpx

Opið fyrir innsendingar til miðnættis á morgun

Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá innsendingum til Íslensku vefverðlaunanna. Opið verður fyrir innsendingar til miðnættis á morgun föstudaginn 11. janúar 2019.

Senda inn vef


Íslensku vefverðlaunin verða haldin föstudaginn 22. febrúar 2019 við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. 

Það er SVEF sérstök ánægja að segja frá kynnum kvöldsins á Íslensku vefverðlaununum, en það eru engar aðrar en þær Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir. 
Fæst okkar hafa gleymt því þegar Saga var ein í þessu hlutverki fyrir nokkrum árum og nú snýr hún aftur ásamt Dóru vinkonu sinni og samstarfskonu undanfarin ár. Þær einar og sér er næg ástæða til að láta sér hlakka til kvöldsins!