fbpx

Opnað fyrir innsendingar í Íslensku vefverðlaunin 2019

Í dag kl 10:00 var opnað fyrir innsendingar í Íslensku vefverðlaunin 2019.

Sérstakt forsöluverð er í boði í desember og því tilvalið að vera snemma í innsendingum þetta árið og spara í leiðinni. Opið verður fyrir innsendingar út janúar 2020.

Íslensku vefverðlaunin fara fram föstudaginn 13. mars næstkomandi en tilkynnt verður um tilnefningar til verðlaunanna, topp 5, viku fyrr.

Flokkar 2019

Sem fyrr, er leyfilegt að velja eins marga flokka og þykir eiga við, en athugið að greitt er fyrir hvern flokk sem er valinn.

Flokkaval 2019:
Fyrirtækjavefur ársins lítil fyrirtæki færri en 10
Fyrirtækjavefur ársins meðalstór fyrirtæki 11-80
Fyrirtækjavefur ársins stór fyrirtæki 81+
Markaðsvefur ársins
Söluvefur ársins
Efnis- og fréttaveita ársins
Opinberi vefur ársins
Vefkerfi ársins
Stafræn lausn ársins
Tæknilausn ársins
App ársins
Samfélagsvefur ársins
Gæluverkefni ársins

Smelltu hér til að senda inn verkefni.