Á miðvikudaginn næstkomandi þann 11.október verður fyrsta SVEF tríó vetrarins haldið á Nauthóli.
Þessi fyrsti fundur af þremur á haustönn mun fjalla um vefhönnun og verkefni hönnuðarins. Um er að ræða hádegisviðburð þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða.
Nokkrir frambærilegir hönnuðir úr ólíkum kimum bransans munu flytja erindi en þetta er viðburður sem enginn hönnuður eða sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.
Dagskrá fundar:
11:30 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
11:35 Heiðar Þór Jónsson, hönnuður hjá Brandenburg
12:05 Jóhanna Þorkelsdóttir, hönnuður hjá Hugsmiðjunni
12:35 Jón Frímansson, hönnuður hjá Slikk Studios
13:00 Formlegri dagskrá lokið
Fundarstjóri: Anna Signý Guðbjörnsdóttir stjórnaraðili hjá SVEF og sérfræðingur hjá TM Sofware.
SVEF tríó er fyrirlestrarröð á vegum Samtaka vefiðnaðarins og hefur göngu sína þennan starfsveturinn á miðvikudaginn þann 11.október. Fyrirlestrarröðin er haldin á Nauthóli í hádeginu. SVEF tríó miðar að því að taka kjarnastarf vefmála fyrir með skipulögðum hætti þar sem að fagfólk í vefiðnaðinum kemur saman og miðlar af þekkingu sinni og reynslu. Miðasölu á næsta fund má nálgast á: https://nvite.com/SVEFTr/eqoy7o
Nauthóll er margrómaður fyrir girnilegan og hollan mat, en á fundinum verður borinn fram réttur dagsins ásamt kaffi og konfekti. Ef ástæða er til að gera ráð fyrir sérstökum kröfum vegna veitinga, t.d. vegan, vegeterian o.s.frv. hvetjum við þig til að hafa samband tímanlega við [email protected].