fbpx

Til­nefningar til Ís­lensku
vef­verð­launanna 2017 kynntar

Íslensku vefverðlaunin verða afhend í sautjánda sinn 26. janúar í Hörpu. Í hádeginu í dag var tilkynnt hvaða vefir eru tilnefndir.

Dómnefnd skipuð fagfólki í vefmálum valdi þá vefi sem komust í úrslit en fyrir áramót gafst fyrirtækjum og einstaklingum kostur á að tilnefna til verðlaunanna.

Samtök vefiðnaðarins standa að verðlaununum og hafa gert frá árinu 2000. Þau eru jafnframt hugsuð sem uppskeruhátíð vefiðnaðarins og allra þeirra sem í honum starfa. 

Fyrir verðlaunin verður ráðstefnan IceWeb haldin í Hörpu. Þar kemur fram fjölhæfur hópur fyrirlesara og er yfirskriftin Stafræn framtíð.