Hvað er SVEF?
Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við.
SVEF sér árlega um framkvæmd Vefverðlaunanna, en fyrsta verðlaunaafhendingin var haldin árið 2000. Félagið stendur árlega fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál, auk fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og mannfagnaða fyrir félagsmenn.
Félagsmenn SVEF eru um 400 talsins en og koma úr ýmsum sviðum vefheima en meðal félagsmanna má til dæmis finna vefara, ráðgjafa, forritara, hönnuði, vefstjóra, prófara, markaðsstjóra, framkvæmdastjóra og kennara.
Hvað færðu út úr því að gerast meðlimur SVEF?
Félagsgjald fyrir einstaklinga er 23.900 krónur og felur í sér að 20% afslátt á miða á Íslensku vefverðlaunin og frítt á alla viðburði SVEF.
Félagsgjald fyrir fyrirtæki er 149.000 krónur og felur í sér aðild fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins, 20% afslátt af innsendingum til Íslensku vefverðlaunanna (fyrir utan Early bird verð), fimm frímiða á Íslensku vefverðlaunin og 20% afslátt af fleiri miðum.
Fyrirtækjaaðild felur líka í sér frían aðgang á alla viðburði SVEF.