Verkefni ársins
Hopp
hopp.bike
Framleiðendur: Aranja og Metall
Umsögn dómnefndar:
Verkefni ársins er skemmtilega útfærð stafræn lausn sem bíður upp á framúrskarandi notendaupplifun, líflegt efni og flotta útfærslu. Enda er hugmyndin á bak við lausnina frábær. Verkefnið er til fyrirmyndar á alla staði og á mikið hrós skilið.
Hönnun og viðmót
Ólafur Arnalds
olafurarnalds.com
Framleiðendur: Ueno
Umsögn dómnefndar:
Vefurinn grípur athygli notenda strax en hönnuninn er vel útfærð, flott og nútímaleg. Leturgerðin er skemmtileg og nýtt á skapandi hátt. Efnið er vel skrifað, gott og áhugavert. Hönnunin og útfærslan endurspeglar markmið og tilgangs vefsins stórkostlega.
Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki)
Aranja.com
aranja.com
Framleiðandi: Aranja
Umsögn dómnefndar:
Tónn vefsins er léttur og skemmtilegur, og vekur áhuga notenda á fyrirtækinu við fyrstu heimsókn. Öll framsetning á efni er hnitmiðuð, einföld og falleg. Vefurinn er hraður og smekkleg kvikun gæðir vefinn lífi.
Payday.is
Framleiðendur: Payday og Arnar Ólafsson
Safe and sound in Iceland
Framleiðandi: Jökulá
Vefur Frjálsa
Framleiðendur: Kosmos&Kaos, Hvíta húsið, Arion banki og Advania
Vefur sem tilnefndur var í þessum flokki var síðar fjarlægður eftir að í ljós kom að hann uppfyllti ekki skilyrði um fjölda starfsmanna.
Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)
True Ventures
trueventures.com
Framleiðandi: Ueno
Umsögn dómnefndar:
Sérlega fallegur vefur þar sem einföld og stílhrein hönnun er í fyrirrúmi. Mikið hefur verið nostrað við smáatriðin, svosem leturgerðina og litavalið, efni er sett fram með faglegum hætti og engin hræðsla við að brjóta griddið þar sem við á, sem skilar sér í skemmtilegri notendaupplifun.
Kolibri.is
Framleiðandi: Kolibri
Nýr vefur Rolf Johansen & co
Framleiðandi: Vettvangur
Vefur Orkusölunnar
Framleiðandi: Hugsmiðjan
Vettvangur
Framleiðandi: Vettvangur
Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)
Orka náttúrunnar
on.is
Framleiðandi: Kosmos&Kaos
Umsögn dómnefndar:
Vefurinn er hraður og gefur skýra mynd af starfsemi fyrirtækisins. Notkun teikninga á vefnum lífgar upp á hann, en vefurinn virkar vel þvert á tæki. Flottur vefur sem hefur tekið nýstárlegum breytingum.
Essence
Framleiðandi: Ueno
eveonline.com
Framleiðandi: CCP Games
Nýr vefur Póstsins
Framleiðendur: Pósturinn og Sendiráðið
Vefur Arion banka
Framleiðendur: Kosmos&Kaos, Hvíta húsið, Arion banki og Advania
Markaðsvefur ársins
Snjallheimili Nova
snjallheimilid.nova.is
Framleiðandi: Nova og Ueno
Umsögn dómnefndar:
Vefurinn er í senn snjall, skemmtilegur og öðruvísi. Vefurinn er vel útfærður og það er sönn ánægja að vafra um hann og skoða á hvaða tæki sem er. Öll virkni er framúrstefnuleg, grafíkin er fersk og ánægjuleg.
Betri flugvitund með kolefnisjöfnun
Framleiðandi: Dohop
KARDS
Framleiðandi: Kodo fyrir 1939 Games
Ólafur Arnalds
Framleiðandi: Ueno
Proxy
Framleiðandi: Ueno
Söluvefur ársins
Dominos
dominos.is
Framleiðandi: Vettvangur
Umsögn dómnefndar:
Mikill metnaður hefur verið lagður í söluvef ársins, en vefurinn hefur tekið mörgum jákvæðum breytingum í gegnum tíðina og er frambærilegur söluvefur. Það er fljótlegt og þægilegt að versla á vefnum og einfalt að sérsníða vörurnar að þörfum hvers og eins.
Dohop
Framleiðandi: Dohop
Vádís – Sýndarráðgjafi við kaup á tryggingum
Framleiðendur: TM og Kolibri
Vefur Icelandair
Framleiðendur: Icelandair og Metall
Vefverslun Nova
Framleiðendur: Nova og Ueno
Stafræn lausn ársins
Fill & Sign – Sjálfvirk rafræn eyðublöð
taktikal.is/fill-and-sign-demo
Framleiðandi: Taktikal
Umsögn dómnefndar:
Stafræna lausn ársins leysir flókið vandamál með einföldu viðmóti fyrir notendur. Mikill metnaður hefur verið lagður í að auðvelda innleiðingu þjónustunnar, með upplifun fyrirtækja og viðskiptavina þeirra í fyrirrúmi.
Klippari
Framleiðandi: Sýn
Stafrænt greiðslumat Íslandsbanka
Framleiðendur: Íslandsbanki, Hugsmiðjan, Parallel ráðgjöf, CreditInfo og CodeNorth
Tenging við aðra banka – þrír bankar í einu appi
Framleiðendur: Arion banki, Meniga og Kosmos&Kaos
Tryggingar í Arion appinu
Framleiðendur: Arion banki, Vörður tryggingar og Kosmos&Kaos
Tæknilausn ársins
Tryggingar í Arion appinu
arionbanki.is/einstaklingar/fleira/tryggingar/
Framleiðendur: Arion banki, Vörður tryggingar og Kosmos&Kaos
Umsögn dómnefndar:
Tæknilausnin sýnir fram á mikinn metnað í aukinni þjónustu við notendur. Þjónustan er ný af sínu tagi og er framkvæmd á stílhreinan hátt. Notendaupplifunin er traustvekjandi og ánægjuleg.
create-ueno-app
Framleiðandi: Ueno
Dominos.is
Framleiðandi: Vettvangur
kringlan.is
Framleiðandi: Parallel ráðgjöf, Tactica og Kosmos&Kaos
L.is + Landsbankaappið
Framleiðandi: Landsbankinn
Opinber vefur ársins
Vesturbyggð
vesturbyggd.is
Framleiðendur: Kolofon, Greipur Gíslason og Vera Voishvilo
Umsögn dómnefndar:
Fersk ásýnd opinbera vefsins endurspeglast skemmtilega í vefviðmótinu. Vefurinn er sérlega léttur og þægilegur en skemmtilegar myndskreytingar í líflegum litum gera vefinn mjög eftirminnilegan. Helstu notendaaðgerðir eru hnitmiðaðar og smekklega útfærðar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Framleiðandi: Sendiráðið
Inspired By Iceland
Framleiðendur: Íslandsstofa og Ueno
Nýr vefur Póstsins
Framleiðendur: Pósturinn og Sendiráðið
Safnaðu
Framleiðendur: ENNEMM og Studio Mango
Vefkerfi ársins
Rafræn fjárhagsaðstoð
fjarhagsadstod.reykjavik.is
Framleiðendur: Reykjavíkurborg og Kolibri
Umsögn dómnefndar:
Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn!
Payday App
Framleiðandi: Payday
Tímatal
Framleiðandi: Tímatal
Veita – vefkerfi á bakvið umsóknir um fjárhagsaðstoð
Framleiðendur: Reykjavíkurborg og Kolibri
Vörður – Mínar síður
Framleiðendur: Reon og Jökulá
App ársins
Hopp
hopp.bike
Framleiðendur: Aranja og Metall
Umsögn dómnefndar:
App ársins býður upp á ferska og létta upplifun, skemmtilegt innleiðingarferli þar sem traust, einfaldleiki og þægindi eru í fyrirrúmi. Appið er kjörin viðbót á íslenskan markað, en hugmyndin er vel útfærð, umhverfisvæn og rafmögnuð.
App Icelandair
Framleiðendur: Icelandair og Metall
Arion appið
Framleiðendur: Arion banki & Kosmos&Kaos
Landsbankaappið
Framleiðandi: Landsbankinn
TM appið
Framleiðendur: TM og Kolibri
Samfélagsvefur ársins
Karlaklefinn
karlaklefinn.is
Framleiðandi: Hugsmiðjan
Umsögn dómnefndar:
Samfélagsvefur ársins er skýr, þægilegur og stútfullur af gæðaefni. Einfalt er að vafra um vefinn og finna það sem leitað er að, en allt efnið er flokkað á nákvæman hátt og sett fram með stílhreinum hætti.
HönnunarMars
Framleiðandi: Kolofon
Kolefnisreiknir
Framleiðendur: Kosmos&Kaos, Orkuveita Reykjavíkur og EFLA verkfræðistofa
TreeMemberme
Framleiðendur: Avista & TreeMemberme
Útmeða
Framleiðendur: Tjarnargatan og Ueno fyrir Geðhjálp
Gæluverkefni ársins
hello aurora
hello-aurora.com
Framleiðandi: hello aurora
Umsögn dómnefndar:
Mikill metnaður hefur verið lagður í notendavænt viðmót sem nær að koma miklum upplýsingum á framfæri á einfaldan og fallegan hátt. Lausnin leysir þekkt vandamál fyrir notendur en fagurfræði viðmótsins í takt við hugmyndir mynda áhugaverða og verðlaunalausn.
Bílaskrá
Framleiðandi: Studio Mango
Einar Aranjason
Framleiðandi: Aranja
Portfolio Davíðs
Framleiðandi: Davíð Steinn Sigurðarson
Snarlinn
Framleiðandi: Kodo
Viðurkenning: Vefhetja
Rachel Salmon
Vefhetja ársins er einhver sem stjórn SVEF þykir hafa skarað fram úr eða lagt eitthvað af mörkum til vefsamfélagsins á Íslandi sem vert er að hrósa. Manneskjan sem fær þennan merka titil í ár er Rachel Salmon! Rachel hefur á undanförnum árum verið ötulbaráttukona fyrir sýnileika kvenna í hönnun og rekið samtökin Women in design. Hún hefur staðið fyrir fjölmörgum fundum og þekkingarkvöldum þar sem öflugar konur hafa fengið stað til að koma sér og sínum hæfileikum á framfæri. Frábært framtak sem á allt hrós skilið.
Viðurkenning: Framúrskarandi snjall vefur
Snjallheimili Nova
Sambland af tækni og flottum stíl gefur ferska nálgun á viðfangsefni verkefnisins. Vefurinn er bæði flókinn en einfaldur á sinn hátt og virkar einstaklega vel í hvers kyns tækjum. Allar músarhreyfingar og athafnir á vefnum eru fágaðar og skemmtilegar.
Sérstök viðurkenning dómnefndar: Kyndilberar í stafrænni vegferð
Arion banki
Kyndilberar í stafrænni vegferð setja þarfir notenda í fyrsta sæti og stefna fyrst og fremst að því að veita þeim aukna þjónustu og ánægjulega upplifun. Til þess að ná þessu markmiði þarf oft að leysa flókin tæknileg vandamál, samþætta áður ótengd kerfi og hugsa langt út fyrir kassann. Erfiðið er þess virði enda skilar það sér í framúrstefnulegum lausnum fyrir notendur.
Vegna dræmrar þátttöku voru ekki veitt verðlaun fyrir efnis- og fréttaveitu ársins.